Úrval - 01.04.1983, Síða 12

Úrval - 01.04.1983, Síða 12
10 ÚRVAL grein fjallar um ofbeldi og meiðsli, um óeðlilegan dauða. Réttarlæknisfræði er nútíma- vísindagrein, þótt rekja megi upp- haf hennar langt aftur, en á síð- ustu tveimur áratugum hefur hún verið viðurkennd sem sérstakt fag. Flestar helstu borgir Bandaríkjanna hafa falið líkskoðunina réttarlæknum sem nú rannsaka dánarorsakir fólks. Líkskoðarinn er kjörinn eða valinn starfsmaður sem ekki þarf endilega að vera læknislærður. Venjulegast er hann ekki læknir sjálfur heldur ræður lækna til þess að framkvæma krufninguna. Nú munu vera um eitt hundrað útlærðir réttarlæknar í fullu starfi í Bandaríkjunum og flestir eru þeir 1 stærstu borgum landsins. (Úti á landsbyggðinni og í úthverfum stór- borganna starfa sjúkdómafræðingar á sjúkrahúsum oft sem réttarlæknar og þá 1 hlutastarfi.) Ef eitthvað grunsam- legt kemur fram varðandi dauðsfall, eitthvað sem virðist óeðlilegt, er þeim fengið málið til athugunar. Með þeim starfar heill her réttarvísinda- manna: rannsóknarmenn, eiturefna- fræðingar, líffræðingar, sérfræðingar 1 skotvopnum og í meðferð sprengi- efna, smásjárfræðingar, tannlæknar, mannfræðingar, meira að segja sálfræðingar. Réttarlæknirinn eða líkskoðarinn sker úr um það hver hafi verið dánarorsök meira en hálfrar milljónar manna árlega eða í um það bil einu af hverjum fjórum dauðs- föllum. Handtökur og dómar byggjast síðan á niðurstöðum þessara manna og stundum er fólki sleppt sem hefur verið kært á röngum for- sendum. Þeir finna líka sitthvað sem er hættulegt heilsu almennings og þá eru ný lög oft sett til að koma í veg fyrir ónauðsynleg dauðsföll. Þekktasti réttarlæknir Bandaríkj- anna er Jack Klugman. Á hverjum fimmtudegi má segja að hann heim- sæki milljónir heimila sem stjarna í sjónvarpsþáttum NBC-sjónvarps- stöðvarinnar. Þar er hann kallaður „Quincy”. Klugman vinnur krafta- verk á sviði réttarlæknisfræðinnar og hvað eftir annað sannar hann á vísindalegan hátt að dánarorsök hefur verið önnur en hún í fljótu bragði virtist vera. Flestir réttarlæknar eru Quincy þakklátir fyrir að hann skuli gera al- menningi á þennan hátt ljóst hvílíkt starf þeir vinna en kvarta um leið yfir því að hetjan skuli á einni klukkustund gera það sem heilum hópi sérfræðinga tekst ekki á skemmri tíma en nokkrum dögum eða jafnvel vikum. Þeir saka hann einnig um að fara með hlutverk hins reiða málafærslumanns. ,,í raunveru- leikanum látum við okkur engu skipta hver framdi glæpinn,” segir Michael Baden, yfirréttarlæknir í New York-borg. „Starf okkar er að finna hvað olli dauðanum og hvernig hann bar að.” Einmitt þetta var ástæðan fyrir því að Leslie Mootoo, réttarlæknir í Guyana, kom í Þjóðarhofið í Jones-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.