Úrval - 01.04.1983, Side 13

Úrval - 01.04.1983, Side 13
SPÆJARAR ÍHVITUM SLOPPUM 11 town 1978 þar sem fjöldi manns hafði látið lífið. Mootoo kom fyrstur lækna á staðinn og krufði 70 lík og rannsakaði auk þess fjöldamörg önnur. I blaðaviðtali kom fram hjá honum fullyrðing sem vakti mikla athygli: Yfir 700 þeirra 911 sem dóu í Jonestown frömdu ekki sjálfsmorð. Þetta fólk var myrt. Þarna var notuð blásýra sem fram- kallar krampa og kvalafullan dauða. Mootoo læknir efast um að nokkur sá sem fylgdist með dauðastríði þeirra sem fyrstir drukku eitrið hefði sjálf- viljugur tekið það inn á eftir. Þar við bættist svo að hann fann merki um nálarstungur á upphandleggjum all- margra líka, bæði barna og fullorð- inna. Mootoo læknir sagði að það væri svo að segja ómögulegt fyrir nokkurn fullorðinn að sprauta sjálfan sig 1 handlegginn á þessum stað. Þýðingarmikill tengiliður Enda þótt aðeins 10% þeirra verka sem réttarlæknirinn þarf að vinna tengist á einhvern hátt glæpum sem orsaka dauða fólks er réttarlæknirinn samt sem áður þýðingarmikill hlekkur í löggæslukeðjunni. Oft er það aðeins þekking réttarlæknanna og aðstoðarmanna þeirra sem kemur upp um morðingja. Tökum sem dæmi mál Howards Taylor. Þegar lestarstjórinn kom auga á líkama Howards á járnbrautar- teinunum var orðið um seinan að stöðva lestina. Hlutar úr líkama Howards þeyttust langar leiðir. Réttarlæknirinn veitti athygli mari umhverfis vinstra auga fórnarlambs- ins og sári vinstra megin við nefið. Vegna bólgunnar og litarins á þessum sárum gat réttarlæknirinn dregið þær ályktanir að maðurinn hefði hlotið meiðslin áður en hann dó. Eftir nokk- urra klukkustunda ítarlega rannsókn fundust stungusárin sem höfðu orðið manninum að bana áður en honum var kastað á járnbrautarteinana. Á hinn bóginn finna réttarlæknar oft að það sem lítur í byrjun út eins og morð er sjálfsmorð, slys eða jafnvel eðlilegur dauðdagi. Til dæmis hafði Linda Richard verið að daðra við hvern manninn af öðrum í veislunni. Hún og kærastinn hennar, hann Bob, rifust og hann sló hana. Hún hrasaði, féll og stóð ekki upp aftur. Þegar komið var með Lindu á slysastofuna var hún látin. Bob var kærður fyrir manndráp. Var málið þar með úr sögunni? Alls ekki. Þegar Linda var krufin fann réttarlæknirinn að æðapoki neðst í heila hennar hafði sprungið. Þetta var óvenjulegur galli sem venjulega gerir ekki boð á undan sér. Æðin getur sprungið fyrirvaralaust og sjúklingur- inn deyr þegar í stað. Sennilega olli höggið, sem Bob greiddi henni, því ekki að æðin sprakk. Líklegra var að náttúran sjálf hefði tímasett þennan atburð svona nákvæmlega. Fallið var frá ákæru á hendur Bob af þessum sökum. Oft eru réttarlæknar kvaddir til að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.