Úrval - 01.04.1983, Page 13
SPÆJARAR ÍHVITUM SLOPPUM
11
town 1978 þar sem fjöldi manns
hafði látið lífið. Mootoo kom fyrstur
lækna á staðinn og krufði 70 lík og
rannsakaði auk þess fjöldamörg
önnur. I blaðaviðtali kom fram hjá
honum fullyrðing sem vakti mikla
athygli: Yfir 700 þeirra 911 sem dóu í
Jonestown frömdu ekki sjálfsmorð.
Þetta fólk var myrt.
Þarna var notuð blásýra sem fram-
kallar krampa og kvalafullan dauða.
Mootoo læknir efast um að nokkur sá
sem fylgdist með dauðastríði þeirra
sem fyrstir drukku eitrið hefði sjálf-
viljugur tekið það inn á eftir. Þar við
bættist svo að hann fann merki um
nálarstungur á upphandleggjum all-
margra líka, bæði barna og fullorð-
inna. Mootoo læknir sagði að það
væri svo að segja ómögulegt fyrir
nokkurn fullorðinn að sprauta sjálfan
sig 1 handlegginn á þessum stað.
Þýðingarmikill
tengiliður
Enda þótt aðeins 10% þeirra verka
sem réttarlæknirinn þarf að vinna
tengist á einhvern hátt glæpum sem
orsaka dauða fólks er réttarlæknirinn
samt sem áður þýðingarmikill
hlekkur í löggæslukeðjunni. Oft er
það aðeins þekking réttarlæknanna
og aðstoðarmanna þeirra sem kemur
upp um morðingja.
Tökum sem dæmi mál Howards
Taylor. Þegar lestarstjórinn kom auga
á líkama Howards á járnbrautar-
teinunum var orðið um seinan að
stöðva lestina. Hlutar úr líkama
Howards þeyttust langar leiðir.
Réttarlæknirinn veitti athygli mari
umhverfis vinstra auga fórnarlambs-
ins og sári vinstra megin við nefið.
Vegna bólgunnar og litarins á þessum
sárum gat réttarlæknirinn dregið þær
ályktanir að maðurinn hefði hlotið
meiðslin áður en hann dó. Eftir nokk-
urra klukkustunda ítarlega rannsókn
fundust stungusárin sem höfðu orðið
manninum að bana áður en honum
var kastað á járnbrautarteinana.
Á hinn bóginn finna réttarlæknar
oft að það sem lítur í byrjun út eins
og morð er sjálfsmorð, slys eða jafnvel
eðlilegur dauðdagi. Til dæmis hafði
Linda Richard verið að daðra við
hvern manninn af öðrum í veislunni.
Hún og kærastinn hennar, hann Bob,
rifust og hann sló hana. Hún hrasaði,
féll og stóð ekki upp aftur. Þegar
komið var með Lindu á slysastofuna
var hún látin.
Bob var kærður fyrir manndráp.
Var málið þar með úr sögunni? Alls
ekki. Þegar Linda var krufin fann
réttarlæknirinn að æðapoki neðst í
heila hennar hafði sprungið. Þetta var
óvenjulegur galli sem venjulega gerir
ekki boð á undan sér. Æðin getur
sprungið fyrirvaralaust og sjúklingur-
inn deyr þegar í stað. Sennilega olli
höggið, sem Bob greiddi henni, því
ekki að æðin sprakk. Líklegra var að
náttúran sjálf hefði tímasett þennan
atburð svona nákvæmlega. Fallið var
frá ákæru á hendur Bob af þessum
sökum.
Oft eru réttarlæknar kvaddir til að