Úrval - 01.04.1983, Page 14

Úrval - 01.04.1983, Page 14
12 ÚRVAL skera úr um mál sem varða bætur. Greiðslur frá tryggingafélögum eða almennum tryggingum, sem og tryggingarfé frá fyrirtækjum, geta byggst á því hvernig dauða ber að höndum eða hver hefur verið orsök hans. Þegar Edward Marshall dó eftir að hafa dottið þannig að höfuð hans slóst utan í baðkarið vildi trygginga- félagið helst ekki greiða bætur. Marshall hafði tryggt sig fyrir dágóða upphæð vegna þess að hann var hjartasjúklingur. Þó var undanskilið dauðsfall af völdum hjartaslags — en á hinn bóginn skyldi greiða tvöfaldar bætur vegna slysadauða. Spurningin var því hvort hjartasjúkdómurinn hefði valdið dauða Marshalls eða ekki. Svarið var neitandi. Marshall dó af heilablæðingu sem stafaði af höfuðhögginu. Blæðingin hefði ekki getað átt sér stað ef maðurinn hefði verið dáinn eða deyjandi í þann mund er hann féll. Aðeins lifandi fólki blæðir. Ríkuleg laun Annað þýðingarmikið hlutverk réttarlæknisins er að bera kennsl á látið fólk, sérstaklega ef líkin eru mikið farin að rotna eða beinagrindin ein eftir. Skýrslur tannlækna, röntgenmyndir, meira að segja stærð og lögun beina, getur orðið til þess að auðvelda mönnum að þekkja fólkið. Jean-Pierre Lahary, sem starfar hjá réttarlæknisfræðistofnuninni í New York, er sérfræðingur í því að greina beinagrindur. Hann getur sagt til um kyn, aldur, hæð og þyngd fólks með þvl að sjá aðeins eitt einasta bein. Rifbein, ennisholur, augnatóftir, allt þetta getur verið jafnsérstætt og fingraförfólksins, að sögn Laharys. En ábyrgðin sem fyigir starfi réttarlæknisins nær miklu lengra heldur en til þess að þekkja lík lát- inna eða leysa gátur um glæpi. Þeir fylgjast einnig nákvæmlega með heilsufari fólks í heilum byggðarlög- um. Stundum verður vitnisburður réttarlæknisins til að draga athygli manna að misferli í starfi almennra lækna. Oftar vekur læknirinn þó athygli á einhverju því sem miður kann að fara í þjóðfélaginu og getur það þá orðið til að koma í veg fyrir dauðsföll af þeim sökum í framtíð- inni. ,,Við vökum yfir lífi fólks í byggðarlaginu,” segir Thomas Noguchi, yfirréttarlæknir í Los Ange- les. Margar hættur sem snerta umhverfismál, heilsufar eða öryggi og steðja að íbúum Los Angeles koma fyrst fram í dagsljósið á skrifstofu Noguchis læknis. Sem dæmi um þetta má nefna að árið 1972 fór starfsmenn hans að gruna að eitthvað væri að þar sem mikið var um að gamalt fólk dæi á elliheimilum borgarinnar. Gamla fólkið drukknaði í baði, kafnaði þegar matur stóð í því eða brenndist til bana í heitum sturtum. Tvær til
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.