Úrval - 01.04.1983, Qupperneq 14
12
ÚRVAL
skera úr um mál sem varða bætur.
Greiðslur frá tryggingafélögum eða
almennum tryggingum, sem og
tryggingarfé frá fyrirtækjum, geta
byggst á því hvernig dauða ber að
höndum eða hver hefur verið orsök
hans.
Þegar Edward Marshall dó eftir að
hafa dottið þannig að höfuð hans
slóst utan í baðkarið vildi trygginga-
félagið helst ekki greiða bætur.
Marshall hafði tryggt sig fyrir dágóða
upphæð vegna þess að hann var
hjartasjúklingur. Þó var undanskilið
dauðsfall af völdum hjartaslags — en
á hinn bóginn skyldi greiða tvöfaldar
bætur vegna slysadauða. Spurningin
var því hvort hjartasjúkdómurinn
hefði valdið dauða Marshalls eða
ekki.
Svarið var neitandi. Marshall dó af
heilablæðingu sem stafaði af
höfuðhögginu. Blæðingin hefði ekki
getað átt sér stað ef maðurinn hefði
verið dáinn eða deyjandi í þann
mund er hann féll. Aðeins lifandi
fólki blæðir.
Ríkuleg laun
Annað þýðingarmikið hlutverk
réttarlæknisins er að bera kennsl á
látið fólk, sérstaklega ef líkin eru
mikið farin að rotna eða beinagrindin
ein eftir. Skýrslur tannlækna,
röntgenmyndir, meira að segja stærð
og lögun beina, getur orðið til þess að
auðvelda mönnum að þekkja fólkið.
Jean-Pierre Lahary, sem starfar hjá
réttarlæknisfræðistofnuninni í New
York, er sérfræðingur í því að greina
beinagrindur. Hann getur sagt til um
kyn, aldur, hæð og þyngd fólks með
þvl að sjá aðeins eitt einasta bein.
Rifbein, ennisholur, augnatóftir, allt
þetta getur verið jafnsérstætt og
fingraförfólksins, að sögn Laharys.
En ábyrgðin sem fyigir starfi
réttarlæknisins nær miklu lengra
heldur en til þess að þekkja lík lát-
inna eða leysa gátur um glæpi. Þeir
fylgjast einnig nákvæmlega með
heilsufari fólks í heilum byggðarlög-
um. Stundum verður vitnisburður
réttarlæknisins til að draga athygli
manna að misferli í starfi almennra
lækna. Oftar vekur læknirinn þó
athygli á einhverju því sem miður
kann að fara í þjóðfélaginu og getur
það þá orðið til að koma í veg fyrir
dauðsföll af þeim sökum í framtíð-
inni.
,,Við vökum yfir lífi fólks í
byggðarlaginu,” segir Thomas
Noguchi, yfirréttarlæknir í Los Ange-
les. Margar hættur sem snerta
umhverfismál, heilsufar eða öryggi og
steðja að íbúum Los Angeles koma
fyrst fram í dagsljósið á skrifstofu
Noguchis læknis.
Sem dæmi um þetta má nefna að
árið 1972 fór starfsmenn hans að
gruna að eitthvað væri að þar sem
mikið var um að gamalt fólk dæi á
elliheimilum borgarinnar. Gamla
fólkið drukknaði í baði, kafnaði
þegar matur stóð í því eða brenndist
til bana í heitum sturtum. Tvær til