Úrval - 01.04.1983, Page 15
SPÆJARAR ÍHVÍTUM SLOPPUM
13
þrjár tilkynningar um slík dauðsföll
bárust í hverri viku.
Réttarlæknirinn lét fara fram
rannsókn á málinu og almenningur
fékk að vita hvernig störfum var
háttað á elliheimilunum. Hryllilegar
sögur voru sagðar: Hjúkrunarkona
neyddi mat niður í sjúkling sem átti
að fá mat í gegnum slöngu.
Afleiðingin var sú að sjúklingurinn
kafnaði. Sjúkraliði gaf sjúklingi, sem
aðeins átti að fá fljótandi fæðu, kjöt-
kássu og gat svo ekki bjargað
sjúklingnum frá köfnun.
Allmörg elliheimili misstu starfs-
leyfið og mál voru höfðuð á hendur
sumra þeirra. Annars staðar var breytt
um starfshætti fyrir tilstilli stofnan-
anna sjálfra. Nú berast ekki
tilkynningar til réttarlæknisins nema
tvisvar eða þrisvar í mánuði vegna
dularfullra dauðsfalla á slíkum
heimilum.
Joseph Davis, yfirréttarlæknir í
Miami, lætur halda nákvæma skýrslu
um dauðsföll í sínu umdæmi. Þar er
skráð hvar, hvernig, hvers vegna og
hver deyr í hverju tilfelli. Upplýsingar
um dauðsföll í umferðarslysum í
Miami hafa sýnt að áfengi hefur verið
haft um hönd hjá meira en helmingi
þeirra sem lenda í umferðarslysum
sem leiða til bana. Árið 1970 varð
þetta svo til þess að sett voru lög í
Flórída um að taka mætti prufu af
þeim ökumönnum sem grunaðir voru
um að aka undir áhrifum áfengis.
Af þessu má sjá að enda þótt starf
réttarlæknisins sé heldur óhugnanlegt
er uppskeran ríkuleg. ,,Það er ekkert
sem jafnast á við að vita að maður
hefur átt hlutdeild í að bæta kjör
fólks í samfélaginu umhverfís sig,”
segir Charles Petty læknir sem
stjórnar réttarlækningunum í Dallas.
,,Við vinnum fyrir þá sem lifa en ekki
þá sem eru látnir.”
★
Karlmaður fær það sem hann vill með því að þykjast gáfaður en
stúlka fær það með því að þykjast heimsk.
Verðgildi alls hækkar og hækkar, nema peninganna.
Hvert mál hefur tvær eða fleiri hliðar svo lengi sem það skiptir okk-
ur sjálf ekki máli.
Á sumrin er of heitt til að gera það sem er of kalt til að gera á veturna.
Því hraðar sem þú ekur því fljótari verður sjúkrabíllinn að ná þér.
Það er engin skömm að vera fátækur en fleira gott er varla hægt að
segja um það.