Úrval - 01.04.1983, Síða 21
BYRJENDUR OGBYSSUSKOT
19
kalt til þess að halda snjónum
góðum. Meira að segja þeir sem
kvörtuðu um lyftuverðið um
morguninn hljóta að komast að þeirri
niðurstöðu að það sé varla hægt að
finna hagstæðari skemmtun annars
staðar í öllu landinu.
Eftir því sem sólin lækkar á lofti
styttast biðraðirnar við lyfturnar. Ilm-
andi reykur stígur upp frá reykháfum
skíðaþorpsins. Dagur skíðamannsins
er næstum á enda en hjá fyrri vakt-
inni á snjóplógunum er nýr
vinnudagur að hefjast. ★
Við hjónin fórum eitt sinn á veitingastað með forstjóra mannsins
míns, sem var alvarlegur eldri maður. ÞegarMikael, maðurinn minn,
fór að segja brandara sem ég var viss um að hann var búinn að segja
áður sparkaði ég I hann undir borðinu. Ekkert skeði svo ég sparkaði
aftur. Enn hélt hann áfram. Svo hætti hann allt í einu, brosti og
sagði: ,,Æ, ég var víst búinn að segja ykkur þennan?” Við tókum því
vel og skiptum um umræðuefni.
Þegar við vorum að dansa saman á eftir spurði ég manninn minn
hvers vegna hann hefði verið svo lengi að taka við sér. ,,Hvað áttu
við?” spurði hann. ,,Ég hætti strax og þú sparkaðirí mig.”
,,En ég sparkaði tvisvar I þig og samt tók það þig nokkra stund að
skilja hvað um var að vera.
Þá rann upp fyrir okkur hvað hafði skeð. Kindarleg á svip fórum
við aftur að borðinu. Forstjórinn brosti til okkar og sagði: „Þetta er
allt í lagi. Eftir annað sparkið fann ég út að mér var ekki ætlað það
svo ég lét það ganga!
-Lise A. Hopson
Þegar pabbi og mamma voru nýgift, snemma árs 1940, ártu þau
varla grænan eyri. Pabbi var prestur og messaði eftir því sem hann var
beðinn um á afskekktari stöðum. Sunnudag einn óku þau 45 kíló-
metra leið til sveitakirkju. Eftir messuna kom fulltrúi safnaðarins til
þeirra og sagði: „Okkur þykir leitt að eiga ekkert til að borga þér með
en hérna er það sem safnaðist í samskotum áðan. ” Um leið rétti hann
þeim umslag.
A leiðinni heim opnuðu þau umslagið. í því voru 67 sent. Pabbi
sagði: ,,Ég vil ekki vera vanþakklátur en mér finnst þetta langur akst-
urfyrir42 sent.”
Mamma svaraði: ,,Já, ég skil. Ég setti 25 sent í samskotabaukinn.’’
,,Það gerði ég líka,” svaraði paBbi.
Joan Adams