Úrval - 01.04.1983, Síða 23

Úrval - 01.04.1983, Síða 23
HANNKAFAR íSÖGUNA 21 mætir. Þá hafði hann einnig fengið nær hálft tonn af brotum úr um eitt þúsund öðrum hlutum og allt hafði þetta verið grafið undir 180 cm þykku lagi af piparkornum. Þessi fundur var engin tilviljun heldur árangur af umfangsmiklum rannsóknum sem höfðu leitt Sténuit á einmitt þennan stað. Hann hafði verið á höttunum eftir þessum fjár- sjóði 1 tíu ár. Sténuit er neðansjávar- fornleifafræðingur sem leitar uppi skipsflök og grefur eftir verðmætum sem 1 þeim kunna að vera. Postulínið var hluti mikils farms, meðal annars krydds og annarra verðmæta frá Austurlöndum, sem hollenska Austur-Indíafarið White Lion hafði verið með innanborðs þegar því var sökkt af tveimur portúgölskum skipum sem White Lion hafði áður gert tilraun til að ráðast á þegar skipið var á heimleið frá Jövu fyrir nær fjórum öldum. Sténuit hefur fundið og leitað í 11 skipsflökum sem eru jafnmerkileg og White Lion og auk þess í heilli tylft annarra skipsflaka sem ekki er' hægt að telja eins merkileg. Hann hefur fundið hundruð punda af gulli og silfri en samt sem áður er það sögu- legt gildi funda hans sem mestu máli skiptir. Fundirnir teljast meðal þeirra merkilegustu sem sögur fara af á sviði neðansjávarfornleifafræðinnar síðasta áratuginn. Sténuit hefur lagt sig sér- staklega eftir því að leita að kaup- förum sem sigldu um úthöfin á síðari hluti miðaldanna, milli Evrópu og Austurlanda. Hann var einn sá fyrsti sem kafaði niður í Iskalt og hættulegt Norður-Atlantshafið og í Norðursjón- um. Þegar Sténuit var 17 ára og stundaði nám í stjórnvísindum í Brússel, heimaborg sinni, las hann bók sem sagði frá 463 skiptöpum , ,og í öllum skipunum átti að hafa verið mikið af verðmætum”. Hann var áhugamaður um hellarannsóknir og hafði lært köfun í þeim tilgangi að geta rannsakað ár sem renna undir yfirborði jarðarinnar. Nú fór hann að láta sig dreyma. Nær ein milljón skipa hefur sokkið við Evrópu á síð- ustu fimm öldum og mörg þessara skipa höfðu flutt bæði gull og silfur. Eftir margra mánaða rannsóknir í Konungsbókhlöðunni í Brússel komst Sténuit að þeirri niðurstöðu að fýsilegast — og um leið auðveldast — yrði að leita fjársjóða í 14 skipum úr flota de la Flata, spænska silfur- flotanum. Skipin höfðu sokkið árið 1702 í Vigo-flóa í Galisíu þegar þau voru á leið heim til Spánar frá Vestur- Indíum. Sténuit lagði námið á hilluna og hélt til Spánar. I Vigo fann hann ekkert nema brak ur skipsskrokkum. Þar sem hann hafði ekki þann tækjabúnað sem til þurfti gat hann ekki hreinsað í burtu öll þau tonn af sandi sem huldi verðmætan farm skipanna. Hann var búinn að eyða öllu sparifé sínu og fékk sér því vinnu árið 1962 við rann- sóknir á leifum fornra grískra galeiða sem sökkt hafði verið í Miðjarðarhaf-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.