Úrval - 01.04.1983, Blaðsíða 24

Úrval - 01.04.1983, Blaðsíða 24
22 ÚRVAL inu. Hann fékk mikinn áhuga á sagn- fræðilegu gildi rannsóknanna og nú breyttist maðurinn sem leitað hafði fjársjóða í áhugafornleifafræðing. Hann sökkti sér niður f siglinga- sögu Evrópu og eyddi öllum sínum frístundum á bókasöfnum. Hann skrifaði hjá sér nöfn skipa sem týnst höfðu í hafi og reyndi að gera sér grein fyrir aðstæðum og ástæðum fyrir hvarfi þeirra. Smátt og smátt hafði hann safnað saman miklum upplýsingum og við hvern skiptapa hafði hann sett þetta frá einni í þrjár stjörnur sem gáfu til kynna hversu auðvelt væri að finna skipin og hversu merkilegur farmur þeirra hefði átt að vera. Svo var það á þingi kafara sem hann hitti Henri Delauze. Hann átti lítið fyrirtæki sem stundaði neðan- sjávarrannsóknir og björgunarstörf. Fyrirtækið nefndist La Comex. Delauze bauð að sjá honum fyrir mönnum og tækjum eftir þörfum til að kanna hvort athuganir hans hefðu við einhver rök að styðjast. Delauze fjármagnar enn þann dag í dag leiðangra Sténuits. Umsvifin aukast Það sem hefur gert leiðangrana svo árangursríka eru rannsóknarstörf fornleifafræðingsins sjálfs. Tökum sem dæmi skipið Girona. Hann hafði sett þrjár stjörnur við þetta skip sem hafði verið í spænska flotanum. Það gerði hann af því að um borð í því áttu að vera áhafnir fimm annarra skipa sem farist höfðu en síðan sökk Girona í stórviðri árið 1588. Meðal farþega voru 60 spænskir aðalsmenn sem höfðu allir haft með sér sína fínustu skartgripi og skraut til þess að geta skreytt sig á viðeigandi hátt við sigurhátíðina eftir að spænski flotinn hefði barið á Englendingum. í opinberum skýrslum frá þessum tíma er sagt að Girona hafi sokkið undan mynni Bush-ár í Antrim- héraði á Norður írlandi. Þegar kafarar rannsökuðu staðinn fundu þeir ekk- ert — þrátt fyrir það að í bréfi frá spænskum skipstjóra, sem skrifað hafði verið ári eftir skiptapann, hefði þess verið getið að hann hefði séð verðmæta hluti úr eigu ólánssamra landa sinna í höndum írskra fiski- manna á þessum slóðum. Vel gat verið að íbúarnir á ströndinni hefðu af ásettu ráði skýrt yfirvöldum rang- lega frá strandinu til að sitja einir að því sem þar kynni að vera að finna. Grunsemdir Sténuits virtust vera á rökum reistar þegar hann fór að athuga gamalt kort og sá þar litla eyju merkta inn á kortið fáeina kílómetra fyrir austan Bush-ána; eyjan var kölluð Port na Spaniagh — Spánverjahöfn. Hafði þetta nafn haldist í minnum manna og að lokum komist til kortagerðarmanns? Fornleifafræðingurinn kom til Port na Spaniagh 27. júní 1967. Ekki var iiðin klukkustund frá því hann byrjaði að kafa þar til hann hafði fundið blýstykki sem greinilega voru úr ,,flotanum ósigrandi” — Girona var eina skipið úr spænska flotanum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.