Úrval - 01.04.1983, Blaðsíða 26
24
ÚRVAL
115 koparpeningar sem slegnir hafa
verið í sex löndum í stjórnartíð átta
konunga. Þarna er einnig að finna
safn hringa, heiðursmerkja, Möltu-
krossinn, átta gullkeðjur og ótrúlega
fjölbreytt og merkilegt safn hergagna
sem varpa nýju ljósi á dýrgripa- og
vopnasafnið um borð í spænska
flotanum.
Fáir myndu hafa haft næga þolin-
mæði til þess að svipta hulunni af
sögu Lastdrager, birgðaflutningaskips
hollenska Austur-lndíafélagsins, sem
hvarf árið 1653. Sténuit byrjaði á því
að leita í mörg þúsund skýrslum
skipafélagsins um siglingar skipanna
til að geta verið viss um að skipið
hefði í raun og veru verið á leið til
Indía þegar það sökk norðan við Yell
á Hjaltlandseyjum. Skipið átti að
hafa verið með 400 tonn af vörum frá
Evrópu, gullstangir og yfir 37.500
flórínur.
Hann las einnig allt sem hann gat
komist yfir á prenti, bæði nýtt og
gamalt, um sögu félagsins. Eftir
margra mánaða vinnu rakst hann loks
á frásögn um skiptapann sem höfð
var eftir manni sem komst af, Jan
Camphuijs: ,,Ég kastaðist upp á
klettana og loks náði ég svo langt upp
að ég gat gripið með höndunum í
grastó. Ég lagði af stað gangandi. . .
skyndilega féll ég niður í ferskvatns-
brunn og við sjálft lá að ég drukknaði
í honum. Ég sá eldglæringar í
loftinu. . . og þegar ég gekk í áttina
að þeim rakst ég á steinhús þar sero
járnsmiður var að vinnu. ’ ’
Rannsóknir
á miklu dýpi
Sténuit lagði af stað til Yell-eyjar í
rannsóknarleiðangur. Á Crussa Ness-'
tanga rakst hann á rústir af steinhúsi
og á vesturströndinni fann hann
brunn. Gömul kona, sú síðasta sem
búið hafði í húsinu sem nú var hrunið
(árið 1913), sagði honum að það væri
rétt, að minnsta kosti segði sagan að
þarna hefði verið smiðja járnsmiðs.
Næsta dag hófu Sténuit og menn
hans rannsóknir í sjónum fyrir utan.
Ekki hafði kafarinn Louis Grosse verið
nema tæpar þrjár klukkustundir í ís-
köldum sjónum þegar hann fann fall-
byssu og hollenskan pening með ár-
talinu 1632. Þetta staðfesti að Last-
drager myndi liggja þarna á hafs-
botni.
,,Ekkert verður eftir nema brakið
eitt af skipsskrokki sem legið hefur í
þrjár eða fjórar aldir í sjónum hér um
slóðir,” segir Sténuit. ,,Það eina sem
við fundum úr Lastdrager sjálfu voru
fáeinar stórar járnskrúfur og einn
þumlungur af hampreipi. ’ ’
Það getur tekið fjögurra til fimm
manna hóp kafara frá sex mánuðum
upp 1 nokkur ár að grafa upp skips-
flak sem þetta. Á „hlýju mánuðun-
um”, maí til september, geta kafar-
arnir verið fimm stundir á dag niðri í
vatninu sem sjaldan er heitara en 10
stig á Celsíus. Kuldinn smýgur inn í
skrokkinn, þeir verða stífir í hnakkan-
um og þróttlitlir.