Úrval - 01.04.1983, Síða 30

Úrval - 01.04.1983, Síða 30
28 ÚRVAL þeirra ganga enn fyrir fullum húsum um allan heim þótt meira en öld sé liðin frá láti Offenbachs. Öpera hans, Ævintýri Hoffmanns, er líka á verk- efnaskrá næstum allra óperuhúsa sem eitthvað kveður að bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Það er kátlegt til þess að hugsa að engir aðkomumenn í París hafa virst óefnilegri en þrír fátækir þýskir gyðingar sem stigu af áætlunarvagn- inum frá Köln í nóvember 1833. Isaac Offenbach var að koma með syni sína til Frakklands til þess að láta þá halda áfram tónlistarnámi sínu. Júlíus, 18 ára, lék á fíðlu en Jacob, 14 ára, á selló. Föðurnum tókst að fá áheyrn fyrir Jacob hjá Luigi Cherubini, hinum ill- ræmda stjórnanda tónlistatskólans í París. Cherubini hafði yndi af því að eyðileggja framavonir manna. ,,í reglum skólans stendur að útlending- ar fái ekki inngöngu,” sagði hann. (Tíu árum áður hafði hann neitað Franz Liszt um inngöngu vegna þess að hann var Ungverji.) En Isaac fékk Cherubini til að hlusta ájacob. Skólastjórinn dró fram erfíða ítalska sónötu og rak hana að drengnum. Jacob lék verkið galla- laust. „Þetta er nóg!” Cherubini stökk á fætur. ,,Ég ætla að gera undantekningu. Þú færð inngöngu í skólann! ” Ári síðar yfirgaf Jacob, eðajacques eins og þá var farið að kalla hann, skólann vegna þess að honum leiddist og fékk vinnu sem sellóleikari í hljómsveitinni við Opéra-Comique. Þegar hann var ekki að spila var hann að semja. Árið 1839 gekk hann í lið með aðalbornum ungum Þjóðverja að nafni Friedrich von Flotow (sem síðar samdi óperuna Martha) og þeir fóru að spila heima hjá fína fólkinu. Offenbach varð fljótlega eftirlæti áheyrenda sinna og sagði skrýtlur og hermdi eftir dýrum á sellóið sitt. Utlitið gerði hann enn fyndnari. Hann var rétt rúmlega einn og hálfur metri á hæð og aðeins 45 kg að þyngd. Foreldrum tilvonandi eiginkonu hans, Herminie, brá í brún er þeir sáu hve væskilslegur hann var, með loga í dökkum augum, kónganef og síðan hárþyril. Þeir settu það skilyrði að hann gerðist kaþólskur og færi 1 vel heppnaða hljómleikaferð til þess að fá að kvænast henni. Hann gerði hvort tveggja. Hljómleikaferð hans til Englands með viðamikla verkefnaskrá eigin sellótónsmíða var sigurför og honum var boðið til hirðarinnar til að leika fyrir Viktoríu drottningu og Albert prins. Hægi kaflinn Þegar hann kom aftur til Frakklands í leit að vinnu reyndi hann að komast að hjá Opéra- Comique. En „kerfíð” í tónlistinni kærði sig ekki um hann — hann var of háðskur, of skrýtinn og ekki franskur. En svo varð byltingin 1848, sem kom Louis-Napóleoni, síðar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.