Úrval - 01.04.1983, Page 36
34
ÚRVAL
hefði til dæmis farið fækkandi á
síðustu 10 árum. En, bætti vísinda-
maðurinn við, samt veit enginn hvers
vegna. . . .
Sovéska vikuritið Literaturnaja
Gazeta, sem gefið er út í Moskvu,
birti nýverið umsagnir tveggja
sovéskra sérfræðinga um skoðanir dr.
Rauschers, þeirra dr. Boris Petersons,
félaga í læknavísindaakademíu Sovét-
ríkjanna, og dr. Boris Tsjubin.
Umsagnir þeirra fara hér á eftir.
Sem betur fer erum við sammála
dr. Rauscher um að vissar framfarir
hafi orðið í krabbameinsmeðferð. Það
er rétt að nú má örugglega segja að
krabbamein sé læknandi, þó ekki í
öllum tilfellum, því miður, en I
mörgum. En það þýðir að það er al-
mennt talað læknandi. Maður, sem
hefur fengið krabbamein, er ekki
endilega dauðadæmdur. Það eru
góðir möguleikar á að hann lifi það
af.
Við meðferð margra afbrigða
krabbameins er hættan á að lækning-
in mistakist orðin jafnóveruleg og í
baráttunni við marga aðra alvarlega
sjúkdóma. Bilið milli fjölda krabba-
meinstilfella og dauðsfalla af völdum
illkynja æxla breikkar stöðugt. Af því
leiðir að þeim sjúklingum fer stöðugt
fjölgandi sem í kjölfar meðferðar
losna við sjúkdóm sem áður var ban-
vænn. I Sovétríkjunum einum saman
er fjöldi fyrrverandi krabbameins-
sjúklinga farinn að nálgast milljón.
Samt erum við ekki algerlega sam-
mála hinum bandarlska starfsbróður
okkar um ástæðurnar fyrir þessum
árangri og hvað muni gera það mögu-
legt að bæta hann í framtlðinni.
Dr. Rauscher hefur að okkar dómi
rétt fyrir sér þegar hann talar um
árangursríka meðferð lungna- og
brjóstakrabba án skurðaðgerðar ef
hann hefur í huga sum mjög sjaldgæf
afbrigði þessa sjúkdóms. En skortur á
fyrirvörum gefur staðhæfíngu hans
allt aðra merkingu.
Á síðustu 15—20 árum hefur náðst
verulegur árangur á sviði lyfjameð-
ferðar. Nú læknar hún yfirgnæfandi
meirihluta fórnarlamba nokkurra
tegunda illkynjaðra æxla og í um 15
öðrum tilfellum lengir hún vemlega
tímann til beitingar öðrum læknisað-
gerðum. Á þessu stigi læknar lyfja-
gjöf hins vegar ekki algengustu tilfelli
krabbameins og árangur ónæmis-
aðferðar, sem felst í því að efla
náttúrlegan varnarmátt líkamans, er
enn minni.
Hvað interferon varðar veit enginn
ennþá hve virkt það muni verða.
Tíminn einn getur sagt um það.
Besta vopnið í baráttunni við krabba-
mein er enn skurðlækning sem verður
stöðugt fullkomnari og þegar
nauðsyn krefur er geislalækningum
og lyfjagjöf beitt samfara henni.
Ummæli bandariska sérfræðingsins
gefa hins vegar í skyn að á sviði
meinafræðinnar sé tilhneiging til að
leysa skurðaðgerðir af hólmi með
lyfjameðferð. Margir sjúkiingar neita
bráðnauðsynlegri aðgerð af því þeir
kjósa fremur aðra meðferð og seinka