Úrval - 01.04.1983, Qupperneq 41
SÉRSTAKIR DÓMSTÓLAR FYRIR SÍBROTAMENN
39
gerast. Hann hafði komið fyrir rétt
áður. Árið 1974 var hann dæmdur
fyrir smáþjófnað og hiaut þá 5 daga
fangelsi. Árið 1976 var hann dæmdur
fyrir vopnað innbrot. í það skipti
hafði hann orðið að sitja í fangelsi í
þrjú ár. Reynslan hafði kennt honum
að listar yfír sakamál í Chicago voru
langir og reikna mátti með að dóms-
uppkvaðning drægist nokkuð á
langinn. Hegningin gat líka orðið
vægari ef menn játuðu sekt sína.
En nú kom ákæran Robinson
sannarlega á óvart. Þar sem hann
hafði áður brotið af sér og hlotið dóm
var hann skilinn frá meginstraumn-
um sem lá í gegnum réttarsalina og
sendur til síbrotadómstóls (Repeat
Offenders Court — ROC). Saksókn-
arinn lét Robinson ekki sleppa auð-
veldlega heldur voru honum í sífellu
sýndar myndir af konunni sem hann
hafði barið til óbóta. Robert L. Sklod-
owski dómari heimilaði verjandanum
ekki að sækja um frest. Áður en sex
mánuðir voru liðnir hafði Robinson
verið fundinn sekur og dæmdi Sklod-
owski hann í 45 ára fangelsi. Hann
mun ekki fá heimild til þess að losna
og sæta skilorðseftirliti fyrr en árið
2003.
,,Mér fellur ekki sérlega vel að
segja það en ég setti hann í
geymslu,” segir Sklodowski. ,,Það
var ekki um annað að ræða. Glæpa-
ferill hans varð stöðugt andstyggi-
legri. Það varð að taka hann af
götunni til þess að vernda borgarana
fyrir honum. ’ ’
Richard J. Fitzgerald, yfnsaka-
dómari í héraðinu, hefur skipulagt
starf síbrotadómstólsins í Chicago.
Þar er lögunum fylgt út í ystu æsar og
ekki dregið úr þyngd dómsins. Hann
er kveðinn upp eins fljótt og auðið er
þegar um síbrotamenn er að ræða.
„Þegar við sendum síbrotamann í
fangelsið erum við að loka inni mann
og um leið glæpatilhneigingu hans,”
segir Fitzgerald. „Þessir menn fremja
að meðaltali tíu glæpi á móti hverjum
einum sem þeir nást fyrir. Ef 10.000
sjúkir glæpamenn eru lokaðir inni er
með því hægt að koma í veg fyrir að
100 þúsund glæpir verði framdir.
Áttatíu prósent af vopnuðum inn-
brotum, nauðgunum og ránum eru
framin af tiltölulega litlum en harð-
soðnum hópi manna á aldrinum frá
tæplega tvítugu og fram undir
þrítugt, að því er Fitzgerald segir.
Barátta gegn afbrotum byggist því
ekki á gagnslausum tilraunum til þess
að endurhæfa þessa afbrotamenn
heldur á því að loka þá inni þar til
glæpahneigð þeirra hefur minnkað.
,,Því eldri sem mennirnir verða
þeim mun uppþornaðri verða þeir
líka,” segir Fitzgerald. „Þegar mað-
urinn er orðinn 55 ára er hann ekki
jafnákafur og hann var fyrr. Löng-
unin til þess að nauðga er horfin.
Hann vill heldur hafa hægt um sig en
beita vopnum við innbrot.
Fitzgerald fékk hugmyndina að
síbrotadómstólnum vorið '11 eftir að
hafa lesið grein í Reader’s Digest þar
sem talað var um baráttu manna gegn