Úrval - 01.04.1983, Page 56

Úrval - 01.04.1983, Page 56
54 ÚRVAL aðferð til þess að ná markinu og gert tillögur um hana, svo og þjálfunar- áætlun. Að auki getum við haft áhrif á hina almennu þróun í íþróttum,” sagði hann að lokum. Hvernig segja má fyrir um met Þegar Grikkir skráðu árangur fyrstu ólympiuleikanna hófst í reynd keppni um að setja met sem aldrei hefur orðið lát á. Sagt er að það sé sama hvaða mark er sett, hversu óleysanlegt og ofurmannlegt sem það kann að virðast, að lokum muni því náð. Ef við gerum ráð fyrir að þessu sé þannig farið er freistandi að skyggn- ast inn í framtíðina og geta sér til um hvaða árangri mannleg vera kunni að geta náð. Þeir sem fást við íþróttaspár gera það með mismunandi hætti í hverju landi fyrir sig en þeir hætta sér venju- lega ekki í að spá meira en 10—20 ár fram í tímann. Að jafnaði er núgild- andi árangur í íþróttagreininni lagður til grundvallar. í mörgum tilfellum er fundin aðferð til ályktunar um framfarir sem byggist á því að gert er ráð fyrir framhaldi núverandi þróunar og þeirri forsendu að formbreytingar verði ekki á greininni 1 framtíðinni. í þessu felst gildra: Aðferðin tekur ekki með í reikninginn hugsanlegar róttækar nýjungar á sviði íþróttatækni. Stökkgreinar eru gott dæmi í þessu tilliti. Með útreikningum samkvæmt fyrr- greindri aðferð komumst við að þeirri niðurstöðu að 9,75 m sé mjög líklegur árangur í langstökki karla í náinni framtíð. En sérfræðingar á sviði líffræði og aflfræði álíta að stökk Bob Beamons, 8,90 m, árið 1968 hafi verið svo fullkomið að það verði ekki bætt eins og er. Með öðrum orðum: með þeirri tækni sem nú er notuð er enginn raunhæfur grundvöllur fyrir að spá betri árangri. Slíkar spár eru gagnslausar og verða ekkert annað en hreinar getgátur. Tölvuskilgreining mismunandi hástökkstækni sýnir að „Fossberry- aðferðin” er árangursríkust frá líf- fræðilegu og aflfræðilegu sjónarmiði séð. Ef sigurvegarinn á Tókíóleikun- um, Valeri Brumel, sem hafði einstæðan hraða og kraft, hefði notað þessa aðferð hefði hann getað stokkið 2,40 m og það fyrir 12—15 árum. Annað dæmi: Með því að tölvuskil- greina mismunandi kúluvarpstækni komust sérfræðingar að þeirri niður- stöðu að hægt væri að bæta árangur í greininni mikið í framtíðinni með því að íþróttamenn tækju upp ,,snún- ings”aðferðina sem sovéski íþrótta- maðurinn Barisjnikov notar. Tölvan vaidi þessa aðferð sem þá árangurs- ríkustu og spáði því að heimsmetið myndi nálgast 30 metra (núverandi heimsmet er 22,15 m) ef menn með rétta líkamsbyggingu beittu henni. Draumórar sem geta orðið að veruleika ,,Við spár okkar,” segir yflrmaður rannsóknarstofnunarinnar, Gennadí
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.