Úrval - 01.04.1983, Síða 57
ÍÞR Ó TTAMET FRAMTÍÐARINNAR
55
Semjonov, „notum við nokkrar
mismunandi aðferðir. Ég ætla ekki að
fara út í smáatriði en vil einfaldlega
benda á að við drögum ályktanir
okkar á grundvelli rækilegra rann-
sókna á íþróttaárangri síðastliðin 30
ár og tökum til athugunar aðferðir er
notaðar voru við að ná besta árangri
og sérstakar aðstæður sem voru fyrir
hendi í hverju tilviki. Endurbætur á
tækjum og breytingar á gólfi íþrótta-
mannvirkja eru einmitt atriði sem
þarf að taka tillit til. Öllum breyt-
ingum er umbreytt í stærðfræðifor-
múlur sem tölvur eru mataðar á til að
reikna út spárnar.
Rannsóknarstofnunin hefur
komið fram með spár fyrir leikana í
Los Angeles 1984. Hér koma sýnis-
horn af þeim: 100 metra hlaup,
karlar 9-96 sek., konur 10.92 sek.
Hástökk, karlar 2,39 m, konur 2,05
m. Langstökk, karlar 8,73 m, konur
7,20 m. 100 m frjáls aðferð karla
48,77 sek. (núverandi heimsmet er
49-36 sek.).
Samkvæmt spá fyrir vetrar-
ólympíuleikana 1984 mun sigur-
vegarinn í 500 m skautahlaupi karla
ná tímanum 36.85 sek. (heimsmetið
nú er 36.91 sek.).
Rannsóknarstofnunin hefur reikn-
að út tölur fyrir árið 1988 og jafnvel
nokkrar fyrir árið 2000. Ef lengra er
farið fram í tímann verða spárnar
hreinar getgátur þótt sumir starfs-
bræður Semjonovs erlendis séu ekki
hræddir við að líta lengra til fram-
tíðarinnar.
Pólski vísindamaðurinn Zenon
Wazny byggir til dæmis spár sínar á
,,mannlegri getu”. Hann álítur að í
upphafi næstu aldar muni karlar
hlaupa 100 m á 9-53—9-58 sek. og
stökkva 2,47—2,50 m í hástökki.
Gunther Kohan, Vestur -Þjóðverji,
álítur að karlar muni ná tímanum
46.6 sek. 1100 m sundþfrjálsriaðferð,
14 mín. og 7 sek. í 1500 m, frjálsri
aðferð, og 59.3 sek.í 100 m bringu-
sundi við upphaf næsta árþúsunds.
Miðað við árangurinn nú getum
við kallað þennan árangur „stórkost-
legan” og „einfaldlega óhugsandi”.
En afrek sem við álítum eðlileg í dag
fengu sömu umsögn fyrir 30,20 eða
jafnvel 10 árum.
Geta og varaorka mannlegs líkama,
eru leyndardómar. Eftir því sem við
skiljum betur starfsemi líkamans og
viðbrögð hans við vissri tegund álags,
skyggnumst dýpra í leyndardóm
frumunnar, afhjúpun fleiri líffræði-
lega og aflfræðilega þætti hreyfinga
mannsins og könnum betur sálarlíf
íþróttamanna miðar okkur lengra í
áttina til raunhæfrar forspár um met
og vissu um að slíkar spár rætist.
Gefðu heiminum það besta sem þú átt og launin eru vanþakklæti.
Gefðu heiminum það besta sem þú átt engu að síður.