Úrval - 01.04.1983, Side 63

Úrval - 01.04.1983, Side 63
SÓLIN í NÝJU LJÓSl og guð. Á Ítalíu var Galileo dregínn fyrir rétt á sautjándu öld þegar hann leyfði sér að halda því fram að sólin væri ekki alfullkomin. Með ófull- komnum stjörnukíki sínum hafði hann greint dökka bletti á sólinni, sólbletti. Vísindamenn nútímans hafa lýst sólinni á þann hátt að hún sé stjarna sem lýsi stöðugt. Þeir líta ekki á hana sem guð heldur sem gaskúlu sem er 1.382.400 km í þvermál og varð til fyrir meira en 4000 milljónum ára þegar geysimikið vetnisský þéttist. Ohemju þýstingur myndaðist og kom af stað kjarnasprengingu í miðju ský- inu. I þessum 15 milljón stiga heita ofni sameinast 600 milljónir tonna af vetnisatómum og helíumatómum á hverri sekúndu — og fjórar milljónir tonna af vetni breytast í hreina orku. Stöðugt flóð geislavirkni í ýmsum myndum þrýstist út úr innri massa sólarinnar á milljónum ára, brýst fram á yfirborðið og til verður geisl- andi sólskinið. Það er mikið um að vera á yfirborði sólarinnar. Þar verða miklar spreng- ingar og oft jafnvel gos sem sum hver eru að styrkleika jöfn tíu milljónum eins megatonns vetnissprengna. Sól- blettir breiðast út yfir yfirborð sólar- innar á ellefu ára tímabili. Þá er hápunktinum náð og þeir falla venju- legast saman við mikil sólgos. 61 Skínandi dæmi Þrátt fyrir þessi miklu umbrot héldu vísindamenn þar til fyrir einum áratug að sólarljósið væri óum- breytanlegt. Efasemdir um varanleika þess voru þó farnar að koma fram fljótlega upp úr 1970. Mælingar sovéskra vísindastöðva á jörðu bentu til þess að styrkur sólarljóssins væri allt upp í 2% meiri við hápunkt sól- blettahringsins. Bandarískir vísinda- menn höfðu einnig tekið eftir svipuð- um sveiflum. Var sólin og ljósið frá henni stöð- ugt? Eða jókst það og minnkaði af og til? Áhugi vísindamanna um heim allan kviknaði einnig þegar vetur í snjóbeltum heimsins urðu kaldari en dæmi höfðu verið til áður og kaldir vindar eyddu og skemmdu gróður í hitabeltinu. Menn sáu að nauðsyn- legt var að rannsaka þetta mál nánar. Þegar svo síðasti sólblettahringur- inn nálgaðist hámarkið tóku vísinda- menn í 60 rannsóknarstöðvum 1 18 löndum höndum saman í þeim til- gangi að afla sér meiri þekkingar en fyrir hendi var um sólina okkar. Þessi samvinna hlaut, kannski fyrir mis- skilning, nafnið International Solar Maximum Year og misskilningurinn lá í því að hér reyndist ekki um ár að ræða heldur 19 mánuði og lauk þeim í febrúar 1981. National Aeronautics and Space Administration (geimrannsóknastöð) í Bandaríkjunum skaut Solar Max á loft í febrúar 1980. Það var liður í þessari alþjóðlegu rannsóknaráætlun.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.