Úrval - 01.04.1983, Page 65

Úrval - 01.04.1983, Page 65
SÓLIN ÍNÝJU LJÓSI hann nefndi miðalda-hámarkið. Alls fann Eddy 12 aðalsveiflur í fjölda sólbletta á síðustu 5000 árum. Þar með var þá talið hámark sem á að hafa verið um það leyti sem Jesús fæddist. í hvert sinn mátti greina verulegar breytingar á veðurfarinu á hnettinum. Á lágmarks-tímabilinu voru veturí Evrópu óhemju kaldir. Veður- fræðingar nefna þann tíma ísöld hina minni. Þá lagði Thames-á hvað eftir annað og sömuleiðis Rio Grande í Norður-Ameríku. Miðalda-hámarkinu fylgdi á hinn bóginn methiti í Evrópu og mann- fjölgun varð geysileg á Norðurlönd- um. Víkingarnir lögðu undir sig tempruð landsvæði sem þeir nefndu Grænland og Vínland — en 1 dag eru þetta köld landsvæði á Grænlandi og líklega í Nova Scotia. Á öðrum þessum stað hefur land verið grænt og grasi gróið en á hinum hefur vín- viður vaxið villtur. Þessu næst fór Eddy að rannsaka okkar eigin tíma. Karbon 14 í ár- hringum trjánna sýnir að við höfum lifað á hámarkstíma þegar óvenju mikið hefur verið um sólbletti á sól- inni. Það sem við teljum því eðlilegan hita er þvert á móti óeðlilega mikil hlýindi. Á þessari góðviðrisöld hefur matvælaframleiðsla verið næg og af því hefur leitt að mannfjölgun hefur orðið mikil á jörðinni. íbúum jarðar- innar hefur fjölgað úr 1000 milljón- um í 4500 milljónir. Hvað á svo eftir að gerast þegar sólin fer aftur að 63 hegða sér á þann hátt sem henni er eðlilegur og tekur að kólna? Ef dæma má af sögunni hafa hlýindatímabilin venjulega verið heldur stutt og þau hafa fengið snöggan endi. Dimmt er framundan Rannsóknir Eddys hafa orðið til þess að áhyggjur manna hafa aukist. Er sólin okkar að dragast hraðar sam- an heldur en vísindamenn höfðu talið að hún myndi gera og svo að hún muni brenna upp á 15 milljónum ára? Eddy heldur því fram að sam- drátturinn geti verið merki um hæg- fara en kraftmikinn titring — það er þegar hið óhemjumikla þyngdarafl sólarinnar veldur tlmabundnum sam- drætti í ummáli hennar. Af því gæti leitt að birtan sem frá henni stafar verði mismunandi mikil. Hann held- ur að þessi síbreytileiki 1 samdrætti sólarinnar beri einnig vitni um hve stjarnan okkar er margbreytileg. Ef tilgátur Eddys eru réttar getur verið að orka sólarinnar stafi ekki aðeins af samruna atómanna heldur einnig af umbrotum á ytra borði hennar. Inni í sólinni gengur mikið á og þar myndast miklir rafstraumar sem leita út á við eins og loftbólur. Þar sem rafstraumur flæðir skapast rafsegulsvið. Vísindamenn hafa getið sér þess til að þessi segulsvið myndi nokkurs konar segulgöng og eftir þeim flæði elektrónurnar. Þegar segulgöngin hafa náð upp eða út á yfirborð sólarinnar myndast sól- blettir.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.