Úrval - 01.04.1983, Page 66
64
IJRVAL
Árið 1980 uppgötvuðust á yfir-
borði sólarinnar segulmagnaðar ár. ,
Stjarnfræðingarnir Robert Howard og
Barry LaBonte, sem starfa við Hale
Observatories í Kaliforníu, veittu
eftirtekt straumum sem einu sinni á
ellefu ára tímabili taka að mynda
spírala eftir yfirborði sólarinnar frá
norðurpól hennar til suðurpólsins.
Straumarnir flæða um leið frá þessum
pólum. Eftir 22 ára framsókn hverfa
árnar skyndilega eftir að þær eru
komnar nærri miðbaug sólarinnar.
Svo virðist sem þessar ár séu lykill-
inn að leyndarmálinu um sólblettina
vegna þess að þegar þær ná um 30
gráður norður og suður fyrir sólarmið-
bauginn byrja sólbiettirnir að vella
upp á milli þeirra.
Sólblettirnir koma tveir og tveir
saman. Þeir eru dökkir á lit og kaldari
heldur en yfirborð sólarinnar um-
hverfis þá, það er af því að kraftmikið
segulsvið þeirra heldur niðri heitu
gasi sem annars staðar sýður upp.
Blettirnir taka að eyðast þegar segul-
árnar hverfa að lokum, augsýnilega
inn í sólina.
Soiar Max fylgdist með því 1 apríl
1980 þegar segullykkja spann sig upp
frá yfirborði sólarinnar og rak í burtu
segulboga sem hékk þar yfir. Þetta
byrjaði með sólgosi en fátt er jafn-
ofsafengið og sólgos.
Sólgos geta haft mjög alvarlegar
afleiðingar fyrir jörðina. Fyrstu áhrif-
anna gætir um það bil átta mínútum
eftir að geislar sem streyma út frá sól-
inni lenda á andrúmsloftinu um-
hverfis jörðina. Því fylgja útvarps-
truflanir og einnig hætta að berast
merki frá gervihnöttum.
Klukkustund eftir gosið nær bylgja
sólarprótóna jörðinni. Síðan koma
áhrifin fram í rafstraumi sem hlaupið
getur eftir símalínum og sömuleiðis
valdið því að rafmagn fer af. Sólgosin
eyða upp ósonlaginu í lofthjúpnum
umhverfis jörðina og verða til þess að
meira af útfjólubláum geislum kemst
1 gegnum hann og getur það orsakað
húðkrabba hjá fólki.
Áratugum saman hafa vísinda-
menn verið að reyna að finna einhver
tengsl milli sólblettanna og veðrátt-
unnar. Erfitt getur verið að sanna
nokkuð í þessu sambandi af því að
veðráttan er svo sannarlega flókin.
Við vitum þó að við sólgos hitnar ysti
hluti andrúmsloftsins umhverfis jörð-
ina og þenst út.
Með 22 ára millibili hafa verið
þurrkar á hásléttunum í Bandarlkjun-
um og nú síðast á undanförnum
árum. Getur verið um tengsl að ræða
milli þessa og 22 ára sólblettahrings-
ins? Vísindamenn telja að svo sé en
þeir hafa ekki getað fært nægar sönn-
ur fyrir því enn sem komið er. All-
margir vísindamenn hafa komist að
raun um að eftir því sem meira er að
gerast á sólinni verða eldingar tíðari
hér á jörðinni. Veldur það aukinni
úrkomu eða ekki? Verða vindar sterk-
ari og skýjafar annað? Svörin eru
margbreytileg rétt eins og sólin sjálf.
Áhrif sólarinnar á segulsvið jarðar-
innar breyta augsýnilega stefnu vind-