Úrval - 01.04.1983, Síða 71
HVÍERUSTJÖRNURNAR ÞÖGLAR?
maðurinn þeirra var? Er það á hans
valdi?
Framþróun þeirra er milljón ára
gömul en gervöll saga mannsins sem
tegundar nær aðeins yfir nokkur
hundruð aldir! Svo fjarlæg framtíð er
okkur enn óskiljanlegri heldur en út-
varp hefði verið mammútveiðimanni.
Hvað hefði geimskot, þetta ,,verk-
fræðiundur” okkar tíma, séð úr tuga
kílómetra fjarlægð, hafa merkt í aug-
um slíks veiðimanns? Hefði hann lit-
ið á það sem eðlilegan hlut eða þvert
á móti sem yfírnáttúrlegt fyrirbæri?
Hvað sem honum hefði verið sagt eða
sýnt hefði það naumast sannfært
hann um að þrumurnar og eldingarn-
ar, sem fylgja geimskoti, væru afleið-
ing athafna fólks í líkingu við hann
sjálfan.
Því miður, „stjarnverkfræðileg
undur”, gerð af menningarverum
sem væru milljón árum á undan
okkur í þróuninni, væru okkur and-
lega ósýnileg, jafnvel þótt þau ljóm-
uðu yfir okkur, jafnvel þótt við horfð-
um stöðugt á þau. Auk þess sér
maðurinn ekki eins mikið með
augunum eins og huganum. Þetta
vissu jafnvel Forn-Grikkir. Og það
sem hugurinn er ekki reiðubúinn að
viðurkenna er annað tveggja ,,ekki
til” eða birtist í einbverju óþekkjan-
legu formi.
Við getum ekki varist því að skoða
ytri geiminn í gegnum prisma ríkj-
andi kenninga. Við sjáum þar aðeins
það sem er ekki í of áberandi mót-
sögn við núverandi hugmyndir okkar
69
um náttúruna og athafnir
menningarvera. I þessu felst hinn
mikli hængur sem er á því að upp-
götva „gamlar” menningarverur,
jafnvel þótt þær líkist okkur í öllum
meginatriðum, eins og við ákváðum
að gera ráð fyrir.
Rökfræðin hefur brugðist okkur:
Mikið aldursbil menningarsamfélaga
auðveldar ekki, heldur gerir það
erfiðara, að uppgötva merki um
menningarverur utan jarðarinnar.
Við skulum nú breyta aðstæðum.
Við skulum ekki hirða um þúsund ára
bilið (hver og einn getur auðveldlega
ímyndað sér hvað 10. aldar maður
hefði haldið um menningu okkar. Ég
er hræddur um að fyrstu viðbrögð
hans hefðu orðið: ,,Vík frá mér,
Satan!”). Við skulum taka aðeins 100
ára bil sem dæmi.
Við skulum flytja okkur til ársins
2082, lokastigs núverandi vísinda- og
tæknibyltingar (eða kannski hátinds
nýrrar?). Það er erfitt að segja fyrir
um tæknieinkenni ársins 2082. Jafn-
vel framtíðarfræðingum eru þau hui-
in þéttri þoku. En samanburður
nútímans við hið liðna hjálpar okkur.
Gerum þess vegna aðra tilraun til þess
að leysa andstætt vandamál: Hversu
skiljanlegur hefði nútíminn (1982)
verið mönnum á árinu 1882?
Við skulum ímynda okkur vísinda-
menn þess tíma stadda á Mars með
öll sín rannsóknartæki. Loftið um-
hverfis þá væri fullt af brotum út-
varps- og sjónvarpssendinga, deyfð-
um af fjarlægðinni, en jafnvel for-