Úrval - 01.04.1983, Page 73
HVÍERUSTJÖRNURNAR ÞÖGLAR?
71
Þetta eru ekki bara tilgátur. Ég
neita því ekki heldur að útvarp verði
notað í lok 21. aldarinnar. Spurning-
in er hvernig og í hvaða mæli. Nánari
könnun sögunnar leiðirí ljós að hvað-
eina sem er framsœkið og nútímalegt
á sviði tcekninnar á vissu skeiði sög-
unnar og álitið afar mikilvœgt annað-
hvort hverfur alveg eða glatar gildi
sínu. Skoðun aldargamallar tækni
staðfestir þetta lögmál. Tökum sem
dæmi gufuvélina, ritsímann, gas-
lampann, járnbrautina. Sumt af
þessu er bókstaflega ekki til lengur,
annað hefur misst mikilvægi sitt.
Hvernig getum við því verið viss um
að rafsegulbylgjur muni að eilífu
ríkjandi á sviði upplýsingamiðlunar?
En þetta er ekki það mikilvægasta.
Ég vona að með því að einfalda til
hins ýtrasta vandann, samfara því að
uppgötva menningarverur utan
jarðarinnar, hafi ég sýnt fram á hve
erfiður hann er viðfangs í raun — sál-
frceðilega — jafnvel þótt bilið milli
„okkar” og „þeirra” sé aðeins
hundrað ára tímabil af sögu manns-
ins!
Þegar við skoðum ytri geiminn
erum við augsýnilega að leita að raun-
heimi, ekki ímynduðum, sem eigi
sína eigin þróunarsögu, framandi
okkur. Af þessum sökum ber að
hækka upp í annað veldi erfiðleikana
við að sjá, eða skilja, geimstarfsemi
þessara vera.
Ber að skilja þetta allt svo að við sé-
um nálega ófærir um að uppgötva
„bræður” okkar úti í geimnum og
ættum að bíða, án þess að aðhafast
neitt, eftir því að þeir sem eru á und-
an okkur 1 þróuninni afráði að nota
merki sem við getum skilið?
Að sjálfsögðu ekki. Eins og á öllum
öðrum sviðum mun sá ná marki sínu
sem heldur áfram að reyna. Engu að
síður verður mannleg hugsun að fara
út fyrir mörk hins hugsanlega. Án
þess er engin framför hugsanleg, þar
á meðal í leitinni að öðrum heimum.
Og eitt er mikilvægt: í leitinni að
„hinum skyni gæddu bræðrum
okkar’ ’ verðum við að vera við því bú-
in að mæta einhverju óvenjulegu og
furðulegu og að því er virðist óhugs-
andi.
Fyrsti starfsdagur á nýjum stað er alltaf erfiður. Þess vegna
hafði ég það fyrir sið að setja gula rós á skrifborð hvers nýs starfs-
manns með korti sem á stóð: „Vertu velkominn! Við vonum að þér
líki vel hjá okkur.
Ég vissi ekki hvort þetta var til neins. En það kom mér þægilega á
óvart þegar kona sem var að hætta störfum hjá okkur eftir átta ára
veru kvaddi mig síðasta daginn sem hún var hjá okkur með því að
rétta mér gula rós ásamt korti sem á stóð: „Vertu sæl! Já, svo sannar-
tega.” _D.K.