Úrval - 01.04.1983, Side 85

Úrval - 01.04.1983, Side 85
NÆSTUM OFSEINT 83 Prince Rupert í Bresku Kólumbíu síð- degis þennan vetrardag. Ég heiti Elmo Wortman, er 55 ára gamall fjögurra barna faðir; var áður fyrr í ameríska sjóhernum en vann við smíðar þar til fyrir nokkrum árum að veikindi gerðu mér erfitt að stunda þær. Ég fékk liðabólgu sem lagðist á bakið, hálsinn, handleggi og herðar. „Ölæknanlegt,” sagði læknirinn. „Vertu heima og hugsaðu um börnin. Enga líkamlega áreynslu. ’ ’ Þegar að þessum kafla lífsins kom var ég 48 ára gamall. Börnin voru þá 13, 11, 10 og 8 ára. Við bjuggum í Washington State. Ég vonaði að nokkurra mánaða hvíld myndi laga mig. Ég fékk bækur í skólum barnanna og svo hlóðum við eigum okkar um borð í Home og héldum nær 800 kílómetra í norðurátt. Þar sem við lifðum fjarri öllu þétt- býli urðum við að láta okkur nægja það sem við höfðum og gátum aflað úti í náttúrunni. Við áttum sáralitla peninga en við öfluðum mikils matar á ströndinni, í sjávarlónum og úti í sjónum. Lífsbaráttan þar var nokkuð sem ekki varð lesið um í bók eða við gætum búist við. Þetta var harður raunveruleikinn. Börnin voru ánægð og ég tók þetta fram yfir peninga- leysið og eymdarlífið sem orðið hefði hlutskipti okkar ef við hefðum haldið áfram að búa í menningunni. Til að hafa meira rými en hægt var að hafa um borð byggði ég kofa, 3,5 sinnum 10 metra að stærð, á afskekktri strönd. I apríl 1975 komum við stórum grenidrumbum fyrir langsum undir kofanum. Þegar sjórinn féll að flaut kofinn upp á drumbunum. Frá þeim tlma var flot- húsið aðalvistarvera okkar. Ég sótti um bætur frá almanna- tryggingum áður en ég fór og nú fengum við ávísun mánaðarlega. Þessi upphæð var auðlegð miðað við lífsstíl okkar — og hjálpaði mér til að horfast í augu við erfiðleika sem ég reyndi að loka augunum fyrir. Cindy þurfti bráðnauðsynlega að komast til tannlæknis, Randy og Jena líka, en það var ekki eins aðkallandi. í tvö ár höfðu börnin ekki verið 1 venjulegum skóla. Við vorum aðkomufólk í Kanada. Það virtist best fyrir okkur að fara aftur til Bandaríkjanna og baslast þar áfram. Mig langaði að færa mig suður eftir ströndinni til Suður-Kaliforníu. Börnin voru á öðru máli svo við héldum 1 norður, til Suðaustur- Alaska, og lögðum að baki jafnlanga leið og við höfðum farið áður. Það varð úr að við tókum flothúsið með okkur. Við hengdum það aftan í bátinn og drógum það. 21 degi slðar vorum við komin til Craig í Alaska sem er vestanvert við Eyju prinsins af Wales. Margery og Cindy fóru í gagn- fræðaskólann í Craig en Randy og Jena í barnaskóla í litla bænum Klawak. Tannlæknirinn var byrjaður á tann- réttingunum en leiðin til hans var erfið. Hver ferð kostaði um 270 kílómetra siglingu á óblíðasta haf-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.