Úrval - 01.04.1983, Qupperneq 85
NÆSTUM OFSEINT
83
Prince Rupert í Bresku Kólumbíu síð-
degis þennan vetrardag. Ég heiti
Elmo Wortman, er 55 ára gamall
fjögurra barna faðir; var áður fyrr í
ameríska sjóhernum en vann við
smíðar þar til fyrir nokkrum árum að
veikindi gerðu mér erfitt að stunda
þær. Ég fékk liðabólgu sem lagðist á
bakið, hálsinn, handleggi og herðar.
„Ölæknanlegt,” sagði læknirinn.
„Vertu heima og hugsaðu um
börnin. Enga líkamlega áreynslu. ’ ’
Þegar að þessum kafla lífsins kom
var ég 48 ára gamall. Börnin voru þá
13, 11, 10 og 8 ára. Við bjuggum í
Washington State. Ég vonaði að
nokkurra mánaða hvíld myndi laga
mig. Ég fékk bækur í skólum
barnanna og svo hlóðum við eigum
okkar um borð í Home og héldum
nær 800 kílómetra í norðurátt.
Þar sem við lifðum fjarri öllu þétt-
býli urðum við að láta okkur nægja
það sem við höfðum og gátum aflað
úti í náttúrunni. Við áttum sáralitla
peninga en við öfluðum mikils matar
á ströndinni, í sjávarlónum og úti í
sjónum. Lífsbaráttan þar var nokkuð
sem ekki varð lesið um í bók eða við
gætum búist við. Þetta var harður
raunveruleikinn. Börnin voru ánægð
og ég tók þetta fram yfir peninga-
leysið og eymdarlífið sem orðið hefði
hlutskipti okkar ef við hefðum haldið
áfram að búa í menningunni.
Til að hafa meira rými en hægt var
að hafa um borð byggði ég kofa, 3,5
sinnum 10 metra að stærð, á
afskekktri strönd. I apríl 1975
komum við stórum grenidrumbum
fyrir langsum undir kofanum. Þegar
sjórinn féll að flaut kofinn upp á
drumbunum. Frá þeim tlma var flot-
húsið aðalvistarvera okkar.
Ég sótti um bætur frá almanna-
tryggingum áður en ég fór og nú
fengum við ávísun mánaðarlega.
Þessi upphæð var auðlegð miðað við
lífsstíl okkar — og hjálpaði mér til að
horfast í augu við erfiðleika sem ég
reyndi að loka augunum fyrir. Cindy
þurfti bráðnauðsynlega að komast til
tannlæknis, Randy og Jena líka, en
það var ekki eins aðkallandi. í tvö ár
höfðu börnin ekki verið 1 venjulegum
skóla. Við vorum aðkomufólk í
Kanada. Það virtist best fyrir okkur að
fara aftur til Bandaríkjanna og baslast
þar áfram.
Mig langaði að færa mig suður eftir
ströndinni til Suður-Kaliforníu.
Börnin voru á öðru máli svo við
héldum 1 norður, til Suðaustur-
Alaska, og lögðum að baki jafnlanga
leið og við höfðum farið áður.
Það varð úr að við tókum flothúsið
með okkur. Við hengdum það aftan í
bátinn og drógum það. 21 degi slðar
vorum við komin til Craig í Alaska
sem er vestanvert við Eyju prinsins af
Wales. Margery og Cindy fóru í gagn-
fræðaskólann í Craig en Randy og
Jena í barnaskóla í litla bænum
Klawak.
Tannlæknirinn var byrjaður á tann-
réttingunum en leiðin til hans var
erfið. Hver ferð kostaði um 270
kílómetra siglingu á óblíðasta haf-