Úrval - 01.04.1983, Page 88
86
ÚRVAL
við vorum á sjó sem var yfir 600 feta
djúpur.
Um miðjan dag áleit ég að við
værum einhvers staðar við mynni
Dixon Entrance, milli Muzonhöfða í
norðri og Langaraeyju í suðri. Ef
útreikningar mínir væru réttir yrðum
við komin langt út á Kyrrahafið þegar
nóttin skylli á.
Þegar kvöldaði æstist sjórinn enn,
báturinn sneri bógnum undan
vindáttinni svo að sjógangurinn
dundi yfir skipshliðina.
Þegar fyrsta holskeflan reið
yfir lagðist báturinn á hliðina og
fólk og farangur þeyttist út um allt.
Ég hentist fram úr fletinu, yfir
klefann og á eldhúsborðið. Ennið
lenti á skarpri brúninni svo að ég
fékk skurð yfir vinstra auga.Jena,.sem
var í kojunni fyrir ofan mig, hentist
ofan í kojuna til Cindy og meiddi sig
á öðru hnénu. Randy þrýstist að hill-
unum á móti fletinu hans og var þar
uns báturinn rétti sig af. Það var allt á
hvolfi í kringum okkur.
Þegar öldurnar brotnuðu á bátnum
reyndum við að skorða okkur af.
Báturinn snerist, þilfarið var undir
mörgum tonnum af sjó og hann
flæddi ótæpilega niður í lúkarinn.
Þegar rökkvaði, fann ég hálfþurran
svefnpoka og lagði hann á blauta
svampdýnuna mína. Ég vissi að ég
varð að vera á verði, til að geta gert
það sem á þyrfti að halda, en ég var
máttfarinn og veikur og varð að neyða
mig til að hugsa.
Ég sagði krökkunum að þetta
myndi verða yfirstaðið um morg-
uninn og þá gætum við tekið
stefnuna heim. Þegar þau spurðu
hvort ekki ætti að hafa vaktir sagði
ég: ,,Við erum úti á opnu hafi og ég
sé ekki að hér séu nein rif eða boðar
sem við getum strandað á.” Ég sagði
þeim að vera kyrr í kojunum og reyna
að hvíla sig fyrir morgundaginn.
Eitt af þvi sem ég hafði áhyggjur af
var hver vindáttin væri. Ég hafði beyg
af því að mælingar mínar um daginn
bentu til þess að austanvindurinn
væri ofurlítið norðanstæður. Hrein
norðaustanátt gæti hrakið okkur upp
í skerjagarðinn kringum Langaraeyju.
Ef vindáttin héldist svona stöðug
myndum við verða komin að
Langaraeyju um tvöleytið um
daginn. En vindurinn var aðeins lítil-
lega norðaustlægur og núna var
klukkan orðin rúmlega tvö. Við
vorum áreiðanlega komin fram hjá
Dixon Entrance fyrir löngu.
Cindy var glaðvakandi, hún var
áhyggjufull og á verði. Hún horfði út
um gluggann og sá á víxl skýjaðan
himin, himin og sjó og úfna öldu-
talda. Þegar báturinn var í öldudal
sást ekkert nema sjór. í næstu andrá
hófst báturinn upp og hringurinn
endurtók sig.
Hún lá tímunum saman og fylgdist
með. Um miðnættið sást einhverju
dökku bregða fyrir í bland við himin
og haf. Hún beið eftir að sjá þetta
aftur svo hún gæti gert sér grein fyrir
hvað það væri.