Úrval - 01.04.1983, Blaðsíða 90

Úrval - 01.04.1983, Blaðsíða 90
ÚRVAL óvenjustór alda skall á síðunni. Báturinn valt um 90 gráður. Ég fann uppganginn en skall aftur á bak og á gólfið þegar sjórinn fossaði út úr stýrishúsinu og niður um lúguna þegar báturinn rétti sig. Þegar ég komst á fætur var sjórinn hnédjúpur og stígandi. Cindy hróp- aði til mín að koma upp. „Báturinn er að fara niður, pabbi. Flýttu þér upp. Við erum að sökkva!” Ég tróð einni eldspýtnakrukku inn á mig og rétti Randy aðra, svo benti ég börnunum að fara út úr stýris- húsinu. Þilfarið var á kafi í vatni. Við mjökuðum okkur aftur í skut og settum fæturna út yfir borðstokkinn. ,,Við getum ekki hjálpast að,” sagði ég við þau. „Hver og einn bjargi sér. Þrífið í klettana og komið ykkur á land þegar þið komið á ströndina. Ekki láta sjóinn draga ykkur út í, þá er úti um ykkur. ’ ’ „Verið viðbúin að fara þegar ég segi. . . . Nú!” sagði ég þegar alda geystist hjá. Enginn hreyfði sig. Cindy leit skömmustulega á mig. ,,Nú?” hrópaði hún þegar næsta alda á eftir reið hjá. ,,Nú,” endurtók ég. Cindy renndi sér niður og ýtti sér frá. Næst fórjena. Við Randy þurftum ekki að taka ákvörðun sjálfir. Næsta alda lyfti okkur en ekki bátnum. Við vorum hjá stúlkunum í ísköldum sjónum. Þar með var Home horfinn að eilífu. Á klettunum Þegar sjórinn náði tökum á okkur skoppuðum við á öldunum eins og flotholt, hnigum og risum óháð hvert öðru. Kannski gátu börnin synt hraðar eða þá að þau voru léttari og ristu því ekki eins djúpt í sjónum — en hver sem ástæðan var breikkaði bilið milli þeirra og mín hratt. I sogi fyrstu öldunnar sem ég lenti í fann ég að annað reimaða stígvélið mitt var rifið óþyrmilega af mér. Ég saup dálítinn sjó en tókst að skyrpa og hósta honum upp áður en næsta risa- alda skall á mig. Hitt stígvélið fór sömu leið, ég barðist við að ná and- anum en næsta alda lumbraði á mér og tuskaði mig til. Brátt slengdist ég upp að klettum sem voru næstum þverhniptir. Stór alda þrýsti mér upp brattann og ég lamdist utan í klettinn. Ég reyndi að ná hand- og fótfestu á ísuðum sprungum og skörpum hrúðurkörlum en aldan dró mig út aftur og slengdi mér upp að klettunum aftur. Ég reyndi nokkrum sinnum að ná festu en útfallið sogaði mig alltaf með sér og kaffærði mig. Þá lánaðist mér að halda mér I örfáar sekúndur og krafla mig smá- vegis upp á við áður en næsta alda skylli á klettinum til að hrífa mig með sér. Hún náði mér ekki alveg og ég klifraði ofar. Ég vissi að ég átti að reyna að komast þangað sem trén voru en klettaveggurinn fyrir ofan mig var lóðréttur, hann slútti meira
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.