Úrval - 01.04.1983, Qupperneq 90
ÚRVAL
óvenjustór alda skall á síðunni.
Báturinn valt um 90 gráður. Ég fann
uppganginn en skall aftur á bak og á
gólfið þegar sjórinn fossaði út úr
stýrishúsinu og niður um lúguna
þegar báturinn rétti sig.
Þegar ég komst á fætur var sjórinn
hnédjúpur og stígandi. Cindy hróp-
aði til mín að koma upp. „Báturinn
er að fara niður, pabbi. Flýttu þér
upp. Við erum að sökkva!”
Ég tróð einni eldspýtnakrukku inn
á mig og rétti Randy aðra, svo benti
ég börnunum að fara út úr stýris-
húsinu. Þilfarið var á kafi í vatni. Við
mjökuðum okkur aftur í skut og
settum fæturna út yfir borðstokkinn.
,,Við getum ekki hjálpast að,”
sagði ég við þau. „Hver og einn
bjargi sér. Þrífið í klettana og komið
ykkur á land þegar þið komið á
ströndina. Ekki láta sjóinn draga
ykkur út í, þá er úti um ykkur. ’ ’
„Verið viðbúin að fara þegar ég
segi. . . . Nú!” sagði ég þegar alda
geystist hjá.
Enginn hreyfði sig. Cindy leit
skömmustulega á mig. ,,Nú?”
hrópaði hún þegar næsta alda á eftir
reið hjá.
,,Nú,” endurtók ég.
Cindy renndi sér niður og ýtti sér
frá. Næst fórjena.
Við Randy þurftum ekki að taka
ákvörðun sjálfir. Næsta alda lyfti
okkur en ekki bátnum. Við vorum
hjá stúlkunum í ísköldum sjónum.
Þar með var Home horfinn að
eilífu.
Á klettunum
Þegar sjórinn náði tökum á okkur
skoppuðum við á öldunum eins og
flotholt, hnigum og risum óháð hvert
öðru. Kannski gátu börnin synt
hraðar eða þá að þau voru léttari og
ristu því ekki eins djúpt í sjónum —
en hver sem ástæðan var breikkaði
bilið milli þeirra og mín hratt.
I sogi fyrstu öldunnar sem ég lenti
í fann ég að annað reimaða stígvélið
mitt var rifið óþyrmilega af mér. Ég
saup dálítinn sjó en tókst að skyrpa og
hósta honum upp áður en næsta risa-
alda skall á mig. Hitt stígvélið fór
sömu leið, ég barðist við að ná and-
anum en næsta alda lumbraði á mér
og tuskaði mig til.
Brátt slengdist ég upp að klettum
sem voru næstum þverhniptir. Stór
alda þrýsti mér upp brattann og ég
lamdist utan í klettinn. Ég reyndi að
ná hand- og fótfestu á ísuðum
sprungum og skörpum hrúðurkörlum
en aldan dró mig út aftur og slengdi
mér upp að klettunum aftur. Ég
reyndi nokkrum sinnum að ná festu
en útfallið sogaði mig alltaf með sér
og kaffærði mig.
Þá lánaðist mér að halda mér I
örfáar sekúndur og krafla mig smá-
vegis upp á við áður en næsta alda
skylli á klettinum til að hrífa mig með
sér. Hún náði mér ekki alveg og ég
klifraði ofar. Ég vissi að ég átti að
reyna að komast þangað sem trén
voru en klettaveggurinn fyrir ofan
mig var lóðréttur, hann slútti meira