Úrval - 01.04.1983, Side 93

Úrval - 01.04.1983, Side 93
NÆSTUM OFSEINT 91 Svo héldu þau Randy áfram að kemba ströndina. Cindy rakst á stíg- vélið á móti því sem ég var í og annað sem passaði á móti hælaháa stígvélinu sem Jena hafði fundið. Randy kom draslandi með appelsínulitu skektuna okkar, æði draslaralega. Þau komu líka með eitt segl og þrjár af svamp- dýnunum. Ég var enn of máttfarinn til að vera til mikils gagns en ég leiðbeindi börnunum um hvernig gera ætti skýli. Við snjólínu á ströndinni, rétt við eldinn okkar, voru tveir klettar, brjósthæðarháir. Ég sagði Randy að leggja tvo staura lárétt ofan á klettana og breiða seglið ofan á þá en skilja nægilega mikið eftir til að hægt væri að nota það í bak og á gólfið. Opið sneri að eldinum. Áður en krakkarnir fundu mig höfðu Cindy og Randy aðeins fundið sex appelsínur og þrjá lauka. Þegar þau leituðu betur fannst eldhúsvask- urinn, plastfata full af kornolíu, baukur með örlitlu appelsínu- drykkjardufti, dálítið af smurosti og pakki með kryddi I spaghettísósu. Á þilfarinu höfðum við haft meira en mánaðarbirgðir af matvöm en við fundum ekkert meira. Því var ekki að heilsa að öllu hefði verið bjargað; í rauninni var það fátt annað en eldhúsvaskurinn. Seinna um daginn kom Randy með handfylli af kræklingi. Ég gerði þunna súpu úr honum í eldhúsvask- inum. Ég gat ekkert borðað en allir hinir gripu súpubollann sinn fegins hendi — þótt það linaði hungrið lítið. Ég gat drukkið dálítið vatn ef það var hitað upp í líkamshita. Það kvöldaði og við sátum og störðum á eldinn. Ég sagði: „Fyrst verðum við að finna út hvar við emm og síðan að koma okkur héðan sem fyrst.” „Randy heldur að við séum á Muzonhöfða,” sagði Cindy. „Eg sá nokkrar smáeyjar þarna ofan frá,” sagði Randy. „Ég held að við séum ekki á Langaraeyju.” Áður en við lentum í sjónum sagði ég að við værum á grynningunum við Langaraeyju, sunnanmegin. Muzon- höfði var norðanmegin. Þetta gekk ekki upp en það varð að bíða morguns. Við sváfum illa, ef þá nokkuð. Nokkrar tommur af snjó hlóðust ofan á skýlið okkar, þar bráðnaði hann og lak ofan á okkur. Randy fór oft út um nóttina til að hressa eldinn við. í hvert skipti sem við litum út fannst okkur Randy sitja þar hljóður eins og hann væri að sækja kraft í logana. I dögun gekk ég niður á ströndina. Þetta var rétt hjá Randy. Við vomm ekki á Langaraeyju. Við vomm nálægt suðurodda Löngueyju, norðanmegin við Dixon Entrance í Alaska. I vestri, á Dalleyju, var Rósavík og kofi. Ég bjóst ekki við að þangað væri lengra en 40 kílómetrar. Þetta var næsta byggða ból. Ef við kæmumst þangað gætum við fengið far með báti og verið komin heim
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.