Úrval - 01.04.1983, Síða 97
NÆSTUM OFSEINT
95
langaði mig að leggja að baki eins
fljótt og kostur var. Um leið og hann
færi að blása á sunnan yrði sú ferð
hættulegri.
Eftir því sem við fjarlægðumst búð-
irnar hvessti meira og meira af norðri.
Stormur og sjór næddi um okkur af
fullum krafti.
Vindurinn kallaði tár fram í
augun. Öldurnar vippuðu sér fimlega
eftir flekanum, bleyttu fötin okkar og
gerðu kuldann naprari. Þó að sjávar-
föllin væru okkur hliðholl komumst
við ekkert áfram fyrir nístandi storm-
inum.
Ég sagði það eina sem hægt var að
segja. „Snúum við. Það er ekkert vit í
þessu. ’ ’
Þegar til strandar kom settist ég
fast við eldinn. Ég hóstaði og reyndi
að losa stíflu í nefinu með því að anda
í gegnum það. Þegar kalt loftið mætti
sviðanum í nefgöngunum skildist
mér af hverju mér hafði verið óglatt
og hve ég var ræfilslegur. Ég sagði við
krakkana: „Almáttugur. Ég er með
flensu. Þess vegna hef ég verið svona.
Ég hef verið með flensu allan
tímann.”
Við ræddum hvernig málin stóðu.
Vegna þess hve ferðalög voru oft
erfiðleikum bundin voru heimsóknir
okkar til tannlæknisins óreglulegar.
Þar myndi enginn tilkynna hvarf
okkar fyrst um sinn. Þessi staðreynd
virtist ekki skapa svo mikinn vanda.
Ef okkur tækist að bjarga okkur innan
skamms tíma skipti það ekki svo
miklu máli. En núna, þegar sex dagar
voru liðnir frá skiptapanum, horfði
málið öðruvísi við. Margery myndi
búast við mér I heimsókn fyrsta föstu-
daginn eftir að við kæmumst heim í
flothúsið, það er að segja ef veður
leyfði.
,,Það eru fjórir dagar þar til hún
lætur vita.”
,,Ég vildi óska að svo væri,” sagði
Cindy. ,,En ég held að hún geri það
ekki. Við höfum áður verið sein,
pabbi. Við fórum ekki einu sinni í
gegnum tollinn. Einmitt núna.”
Norðangarrinn jókst með
kvöldinu. Öldutopparnir á sundinu
voru hvítfyssandi. Við gátum ekkert
gert annað en bíða.
Ljóst var að þróttur Cindy ogjenu
fór þverrandi með hverjum degi sem
leið. Þær hímdu við eldinn. Fætur
Cindy urðu aumari eftir því sem
lengra leið og saltstorknar buxurnar
höfðu nuddað húðina af á hnjánum.
Randy var sá eini sem var á ferli á
ströndinni og tíndi saman krækling
og eldivið. Hann vissi að kofinn var
kannski aðeins rúma fjörutíu
kílómetra undan og biðin á
ströndinni var honum því erfið.
Um sólarlag lægði vindinn og
sundið kyrrðist. Það var að falla að og
við gátum ekki beðið lengur. Við
yrðum að ferðast að næturlagi.
Ég áleit að best væri að fara yfir
sundið þegar vindur leyfði og sagði
Randy að við skyldum reyna að þoka
okkur áleiðis yfir. Kannski gætum við
komist í rólegheitum leiðar okkar
meðfram strönd Dalleyju þótt