Úrval - 01.04.1983, Side 98

Úrval - 01.04.1983, Side 98
96 ÚRVAL norðanvindurinn héldist. Sá áfangi að vera á sömu eyju og kofinn var skrefírétta átt. Cindy og Randy skiptust á um að nota þessa þrjá góðu vettlinga, er til voru, við róðurinn. Hendur þeirra voru þrútnar og hvítar vegna vosbúð- arinnar. Smáskrámur greru ekki og saltið brenndi. Blöðrur komu og blöðrur sprungu og blöðrur komu á ný. Þegar Cindy þreyttist reyndi ég að létta undir með henni. Ég gat ekki róið á venjulegan máta, ég varð að halla mér áfram, beygja mig um miðju og ýta svo árinni aftur á bak með skrokknum. Þegar fór að falla út á nýjan leik nálguðumst við ströndina hinum megin. Það þýddi að við höfðum verið undir árum í sex tíma. Þó við hefðum farið á ská hélt ég að við hefðum ferðast um 8 kílómetra. Ef heppnin væri með myndum við ná til Rósavíkur næsta kvöld. Hér var enginn staður til að hvílast á svo við urðum að vera á flekanum um nóttina. Við sváfum illa, ef við sváfum þá nokkuð. í dögum var sterkur norðanstrekk- ingur enn á móti okkur og hamlaði því að við kæmumst í norðurátt. Við fórum að landi og biðum þar aðra nótt og annan dag. Kuldaleg strönd Randy tíndi saman eldivið á ströndinni. Hann gætti flekans og hafði hann tilbúinn ef við þyrftum á því að halda. Jena fór alltaf meira og meira inn í sjálfa sig og það munaði litlu að Cindy væri jafnsljó. Það virt- ist taka alla þeirra orku að liggja kyrrar við eldinn. Hungrið var að verða að svelti. Fjandans rokið! Næsti dagur var eins þar til seint um daginn að vindinn lægði skyndi- lega. Þegar síðustu sólargeislarnir roðuðu snjóugar hlíðar Löngueyju hinum megin við sundið hlóðum við flekann og ýttum frá. Stöðug norðan- áttin hafði gert fyrri vonir mínar um að ná kofanum að engu. Ég hafði ekki hugsað mér að hungrið yrði okkur til mikils trafala en eftir níu daga útivist í frosti sá ég afleið- ingarnar þegar ég leit á börnin. Randy var meira að segja farinn að reka tærnar í og var orðinn þung- lamalegur. I örvæntingu reyndi ég að gera mér grein fyrir sundinu. Oftsinnis hafði ég grandskoðað kortið en þó ekki sér- staklega þetta svæði. Ég mundi að Rósavík var vestanmegin við norður- odda Löngueyju og einnig að ein eða fleiri eyjar voru nálægt Löngueyju að vestanverðu. Rósavík var ekki sýnileg utan af sjónum. Með því að fara fram hjá nokkrum smáeyjum í fjarðar- mynninu og fyrir hvassan odda sást inn í víkina. „Hafðu augun hjá þér og reyndu að sjá eitthvað af smáeyjunum hinum megin, Randy. Horfðu aðallega á Löngueyju. Ég vil vita þegar við komum að norðurenda hennar. ’ ’ Við vorum í þrengsta hluta sunds-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.