Úrval - 01.04.1983, Page 98
96
ÚRVAL
norðanvindurinn héldist. Sá áfangi
að vera á sömu eyju og kofinn var
skrefírétta átt.
Cindy og Randy skiptust á um að
nota þessa þrjá góðu vettlinga, er til
voru, við róðurinn. Hendur þeirra
voru þrútnar og hvítar vegna vosbúð-
arinnar. Smáskrámur greru ekki og
saltið brenndi. Blöðrur komu og
blöðrur sprungu og blöðrur komu á
ný. Þegar Cindy þreyttist reyndi ég að
létta undir með henni. Ég gat ekki
róið á venjulegan máta, ég varð að
halla mér áfram, beygja mig um
miðju og ýta svo árinni aftur á bak
með skrokknum.
Þegar fór að falla út á nýjan leik
nálguðumst við ströndina hinum
megin. Það þýddi að við höfðum
verið undir árum í sex tíma. Þó við
hefðum farið á ská hélt ég að við
hefðum ferðast um 8 kílómetra. Ef
heppnin væri með myndum við ná til
Rósavíkur næsta kvöld.
Hér var enginn staður til að hvílast
á svo við urðum að vera á flekanum
um nóttina. Við sváfum illa, ef við
sváfum þá nokkuð.
í dögum var sterkur norðanstrekk-
ingur enn á móti okkur og hamlaði
því að við kæmumst í norðurátt. Við
fórum að landi og biðum þar aðra
nótt og annan dag.
Kuldaleg strönd
Randy tíndi saman eldivið á
ströndinni. Hann gætti flekans og
hafði hann tilbúinn ef við þyrftum á
því að halda. Jena fór alltaf meira og
meira inn í sjálfa sig og það munaði
litlu að Cindy væri jafnsljó. Það virt-
ist taka alla þeirra orku að liggja
kyrrar við eldinn. Hungrið var að
verða að svelti. Fjandans rokið!
Næsti dagur var eins þar til seint
um daginn að vindinn lægði skyndi-
lega. Þegar síðustu sólargeislarnir
roðuðu snjóugar hlíðar Löngueyju
hinum megin við sundið hlóðum við
flekann og ýttum frá. Stöðug norðan-
áttin hafði gert fyrri vonir mínar um
að ná kofanum að engu. Ég hafði
ekki hugsað mér að hungrið yrði
okkur til mikils trafala en eftir níu
daga útivist í frosti sá ég afleið-
ingarnar þegar ég leit á börnin.
Randy var meira að segja farinn að
reka tærnar í og var orðinn þung-
lamalegur.
I örvæntingu reyndi ég að gera mér
grein fyrir sundinu. Oftsinnis hafði
ég grandskoðað kortið en þó ekki sér-
staklega þetta svæði. Ég mundi að
Rósavík var vestanmegin við norður-
odda Löngueyju og einnig að ein eða
fleiri eyjar voru nálægt Löngueyju að
vestanverðu. Rósavík var ekki sýnileg
utan af sjónum. Með því að fara fram
hjá nokkrum smáeyjum í fjarðar-
mynninu og fyrir hvassan odda sást
inn í víkina.
„Hafðu augun hjá þér og reyndu
að sjá eitthvað af smáeyjunum hinum
megin, Randy. Horfðu aðallega á
Löngueyju. Ég vil vita þegar við
komum að norðurenda hennar. ’ ’
Við vorum í þrengsta hluta sunds-