Úrval - 01.04.1983, Side 101

Úrval - 01.04.1983, Side 101
NÆSTUM OFSEINT 99 bátinn frá flekanum og á meðan labbaði ég til Cindy ogjenu. ,,Rósa- vík er hérna rétt handan við endann. Við Randy ætium að fara á bátnum. Við ættum að vera komnir með bát og annan búnað eftir þrjá klukku- tíma.” Þegar við ýttum bátnum á flot út í ölduganginn leit ég í svip þessar tvær hreyfingarlausu verur sem lágu á ströndinni. Ég hafði barist gegn því að við skiptum hópnum en nú var það miskunnsemi að bægja frekari hörmungum frá þeim. Við Randy öfunduðum þær þegar við lögðum í ískaldan storminn og snjókomuna. Kofinn Innan hálftíma vorum við komnir að einni smáeyjunni og fórum aðeins á land til að hella úr bátnum. Ströndin handan eyjanna var vog- skorin en ég var ekki lengur viss um að þessi hvilft hyldi innsiglinguna í Rósavík. Það rofaði aðeins í skýin yfir flóanum og ég sá undir eins að við vorum ekki á réttum stað. Við sáum fyrir enda Löngueyjar skáhallt til norðausturs. Við vorum enn ekki á á- fangastað. ,,Ég held við ættum að halda á- fram, ’ ’ sagði ég við Randy. ,,Eigum við ekki að segja stelpunum frá því fyrst?” spurði Randy. ,,Það myndi aðeins lengja tímann þar til við kæmumst með bátinn. Höldum áfram. Það hlýtur að vera hérna handan við höfðann.” Ég benti á stóran höfða sem skagaði fram í sundið í þriggja kílómetra fjarlægð. Þessir þrír kílómetrar tóku miklu lengri tíma en ég hafði haldið. Hand- leggirnir voru þungir og lungun uppgefin þegar við náðum ströndinni rétt sunnan við höfðann. Aftur helltum við sjónum úr bátnum og gerðum lokaatlögu til að komast fyrir höfðann. Vonbrigðin höfðu svo oft dunið á okkur að eyðilegi flóinn norðan við höfðann hafði lítil áhrif á okkur. ,,Það hlýtur að vera sá næsti,” sagði ég, en í orðunum var engin sannfæring. Við vissum að tfminn leið; fjarlægðin ein skipti máli. Við höfðum lofað stelpunum að vera komnir aftur eftir þrjár klukkustundir en sá tími var nú löngu liðinn. Með storminn í fangið tókum við loksins land og drógum bátinn um einn og hálfan kílómetra. Þegar ströndin varð of brött til að komast landveginn settum við bátinn aftur á flot; og nú loksins komu litlu eyjarnar þrjár, sem við vissum með vissu áð voru í mynni Rósavíkur, í ljós. Áfangastaðurinn var aðeins þrjá kílómetra undan. Það kvöldaði óðum og Randy var nær uppgefinn. Kílómetra fyrir framan okkur var stór klettur, við enda síðustu smá- eyjunnar. ,,Bara að þessum kletti, Randy. Þú kemst það.” Þegar við vorum komnir að honum sagði ég: ,,Nú yfir sundið, bara þarna handan við höfðann. ’ ’ Þegar þangað kom sást trjálundurinn sem huldi kofann. Allt
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.