Úrval - 01.04.1983, Side 102
100
ÚRVAL
var hulið snjó, hvítt og þögult: eng-
inn reykur. Kofinn var tómur.
,,Talstöðin er þar. Einhver frá
Hydaburg getur komið í fyrramálið
og náð í stelpurnar. Það verður allt í
lagi með þærí nótt.”
Kofinn stóð á litlum odda, um
fimmtán metra fyrir ofan sjávarmál.
Við vorum ekki ókunnugir hérna. Ég
fór þegar að kveikja upp í ofninum á
meðan Randy hvarf fram í eldhúsið.
Á eldhúshillunum voru góðar birgðir
af baunum, hrísgrjónum, makkarón-
um, hveiti og dósamat. Á einni
hillunni var talstöð. Ég fann 12 volta
bílrafgeymi og setti hann í samband.
Það heyrðist smellur og neisti flaug út
í illa lýst herbergishornið. Hræddur
um að ég myndi skemma tækið ákvað
ég að bíða dagsbirtunnar.
Ofninn var orðinn heitur; við
fundum heitan strauminn leika um
andlitin. En okkur varð fljótt illt í
höndunum svo við urðum að fara
fjær. Svo náði þreytan tökum á okkur
og við steinsofnuðum.
Um morguninn athugaði ég tal-
stöðina. Ég sá að ég hafði sprengt
öryggi kvöldið áður en ég gat gert við
það með bút af álpappír. Nú færðist
líf í nálina á skífunni.
Randy kom fram í eldhúsið og
sagði: „Stúlkurnar eru við Keg
Point. Það er kort I einu svefnher-
berginu.
„Mayday, Mayday,” byrjaði ég.
„Rósavík kallar. Hver sem heyrir
komi inn.”
Ég beið nokkrar mínútur og
endurtók kallið en fékk ekkert svar.
Ég skipti um bylgju og endurtók
aftur og aftur: „Mayday, Mayday!
Heyrir einhver til mín?”
Við og við heyrði ég óminn af
samtali. Ég setti stöðina á fullan styrk
og reyndi að komast inn en enginn
virtist heyra til mín. Ég slökkti á
stöðinni og settist hjá Randy við
ofninn.
Mér leið ákaflega illa í höndun-
um. Útlínur litlufingra voru að
sortna, sama var að segja um fingur-
góma tveggja næstu fingra. Fæturnir
voru að lifna, dofinn og verkir tveggja
síðustu vikuna urðu skarpari. Ég sá að
Randy átti erfiðara með gang, hann
sneri iljunum inn og gekk á jörkun-
um.
Við bjuggumst til svefns. Randy
umlaði og hrópaði þegar kvalirnar
liðu 1 gegnum hann í svefninum.
Sjúkrahús og kvalastillandi lyf voru
það sem við þurftum. Kannski á
morgun.
Sektarkennd
Morguninn eftir fékk ég enn engin
viðbrögð þótt ég sendi út kall. Ég
byrjaði á rás 11 og hélt niður á rás 2,
svo fór ég frá rás 40 og niður á 11. Á
hverri rás endurtók ég kallið:,,Tvö
börn í strandi........getur einhver
hjálpað þeim?”
Ég skildi talstöðina eftir á
„móttöku” á rás 11. Þegar ég fikraði
mig að ofninum var nauðsynlegt að
styðja sig við eldhúsborðið. Randy