Úrval - 01.04.1983, Page 104
102
ÚRVAL
ust í sundur. Ökklinn var eins og
smáspor 1 allt of úttroðna pylsu.
Við fundum skurðhníf niðri í
kommóðuskúffu og ég brýndi hann
með heinarbrýni. Svo skárum við
burt dautt skinn og hold af fótunum
til að geta látið sótthreinsandi vatnið
ná að þéttari innri lögunum. Randy
tálgaði á sér tána þar til sá í bein. Ég
tók af mér neglur og naglarætur, hlið
stóru táarinnar og stykki af il hægri
fótar. Skinn og hold var steindautt og
því sársaukalaust að fjarlægja það en
andlega líðanin var var slæm.
Mér leið alltaf betur og betur í
maganum. Bólgan í fótum og
ökklum minnkaði og kvalirnar
minnkuðu. Ég gat sofið lengur í einu.
Loksins breyttist veðrið. Hitastigið fór
upp fyrir frostmark, vindurinn blés úr
suðaustri og það fór að rigna.
Snjórinn varð að krapasulli á einni
nóttu. Runnarnir réttu sig undan
þyngslunum. Trjábolir urðu aftur að
trjábolum og klettar að klettum,
bátsskrokkur, sem lá í fjörunni, kom í
ljós.
Jim hafði sagt Randy, sem er
áhugamaður um báta, að skammt frá
bryggjunni lægi skrokkur af gömlum
mótorbáti í slæmu ástandi og ekki
notaður. Ég fann hann fljótt, við
dyttuðum að honum eins vel og við
gátum og settum árar í hann. Hann
lak mikið en ég ætlaði að ausa meðan
Randy reri.
Við tókum fjögurra daga matar-
birgðir og tvo svefnpoka. Við gátum
farið til baka og sótt lfk stúlknanna
og, ef vindur og straumar leyfðu,
komist alla leið til Hydaburg.
Kannski myndi einhver taka okkur
upp þegar við kæmum inn á fjöl-
farnari siglingaleiðir en við gátum
róiðallaleið ef þess þyrfti.
Meðan sonur minn bar matinn og
annan búnað niður f bátinn settist ég
niður til að skrifa skilaboð til Jims,
Sondru eða Pats þar sem ég sagði frá
ástandi okkar, en ég nefndi ekki
stúlkurnar á nafn. Ég skildi bréf-
miðann eftir á borði rétt innan við
aðaldyrnar.
Keg Point
Cindy og Jena voru saman undir
seglinu morguninn sem við Randy
fórum frá þeim. Það snjóaði mikið.
Þær hlustuðu á þegar við drógum
bátinn niður að ströndinni. Síðan var
allt hljótt fyrir utan gnauð vindsins í
trjánum.
Þær gátu ekkert annað en beðið og
það gerðu þær án þess að talast við og
reyndu að varðveita allan hita sem
mögulegt var undir seglinu. Um
hádegið, þegar við Randy höfðum
verið lengur en hina áætluðu þrjá
tíma, sagði Cindy, þarsem hún kúrði
undir seglinu, viðjenu:
,,Við verðum að hreinsa snjóinn af
seglinu.” Hún settist upp og dró
seglið ofan af þeim báðum. Kuldinn
sem næddi um blaut klæði þeirra var
óbærilegur.
Klukkutfma síðar neyddust þær til
að fara aftur undan seglinu. Sjórinn
gekk miklu hærra upp en kvöldið