Úrval - 01.04.1983, Blaðsíða 106

Úrval - 01.04.1983, Blaðsíða 106
104 hún sá okkur áttum við erfitt um gang. Hún sagði Jenu frá þessari bjart- sýnu niðurstöðu. „Við höfum fengið betri kostinn. Það eina sem við verðum að gera er að bíða. Pabbi spjarar sig alltaf. Hann kemur aftur og sækir okkur. Eg skal fara og sækja dálítið meira af þangi. Næstu daga svaf Cindy að mestu leyti. ,Jena, vektu mig ef þú vilt spjalla,” sagði hún þegar hún var vakandi. Cindy vildi gjarnan rjúfa þögnina með því að tala en Jena var dauf í dálkinn og erfitt fyrir Cindy að vekja áhuga hennar með samræðum. Cindy hélt áfram að sjá Randy í draumum sínum en í martröðum Jenu voru bátar að sökkva í sjóinn og stórar öldur að hrífa hana útbyrðis. Jena virti fyrir sér andlit Cindy. Hún vclti því fyrir sér hvort hennar eigið andlit væri svona tálgað og tor- kennilegt, eins og á beinagrind. Hárið var farið að detta af og tann- gómarnir voru samanskroppnir og sárir. Jena minntist oft á hve henni væri illt í fótunum. Cindy óttaðist að Jena væri verr kalin en hún sjálf. Eftir þvl sem fleiri dagar liðu varð erfiðara og erfiðara fyrir Cindy að gera greinarmun á draumi og veruleika. Jena varð hrædd um hana. Nótt eina, þá áttundu á ströndinni, fór Cindy að laga fletið þeirra svo að það rúmaði fimm manns. Jena var viðbúin því versta. ,,Jæja þá,” sagði Cindy, ,,þá erum við tilbúin.” Um nóttina talaði hún ÚRVAL upp úr svefninum við Randy, Margery og mig. Jena var ómissandi; þær vissu það báðar. Samband hennar við raun- veruleikann forðaði Cindy frá að yfir- gefa hreiðrið þeirra undir seglinu og skríða út í bláinn, á vit einhverra hinna lokkandi sýna sem bar fyrir hana. Það var allt í lagi á meðan Jena var hjá henni til að greina sundur ímyndun og raunveruleika. í dögun, það var eftir tólftu nóttina undir seglinu, bar greini- legustu sýnina af þeim öllum fyrir Cindy. Flothúsið okkar lá við akkeri náiægt ströndinni hjá þeim. Margery, Randy og ég vorum að elda kjúkling og núðlur. Cindy var svo svöng að hún rauk þegar af stað að flothúsinu. Þá mundi hún eftir yngri systur sinni undir seglinu, sem einnig var sársvöng. Hún færði sig aftur að seglinu og sagði: „Komdu, Jena Lynn. Við skulum koma að borða.” Jenu, sem var glaðvakandi, var vel ljóst að systir hennar sá ofsjónir. „Vaknaðu, Cindy. Þarna er enginn matur,” sagði hún. Cindy klemmdi aftur augun og reyndi að gráta. En henni tókst ekki að kreista eitt einasta tár fram í augun úr uppþornuðum líkamanum né snökt frá lungunum. Þegar hún opnaði augun þrettánda daginn þeirra á ströndinni, hinn tuttugasta og fjórða eftir bátsmissinn, hinn tuttugasta og fimmta frá því að þær höfðu séð almennilega máltíð,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.