Úrval - 01.04.1983, Blaðsíða 109

Úrval - 01.04.1983, Blaðsíða 109
NÆSTUM OFSEINT 107 Randy. Vélarhljóðið var óvefengjan- lega frá þyrlu. Það bergmálaði frá bröttum klettunum inn eftir Rósavík. Brátt sáum við til hennar frá kofanum. Seinna fréttum við að Pat Tolson hefði haft áhyggjur af því að kofinn væri mannlaus svona lengi og því fór hann þangað við fyrsta tækifæri, þann 10. mars. Hann sá orðsend- inguna frá mér á borðinu og að hún var dagsett þann sama dag. Klukkan var þá aðeins 11 að morgni svo hann gekk að ofninum og þreifaði á honum. Hann var enn hlýr. Leitartilraunir voru hafnar daginn áður, bæði á bát og úr þyrlu, en þeir héldu að við hefðum farið í norður, í átt til Hydaburg. Þegar þyrlan hóf leitina þennan morgun var hún fremur eldsneytislxtil. En áður en hún flygi til Ketchikan til að fylla sig ákváðu flugmennirnir að athuga kofann í Rósavík þar sem síðast hafði frést til okkar. Þegar þeir nálguðust sáu þeir að báturinn, sem vitað var að við höfðum tekið, var bundinn við bryggjuna. Við vorum fundin. Þessu var lokið. Eftirmáli Af öllum vonbrigðunum sem við höfðum þolað þessar vikur var kald- hæðnislegast að geta ekki notað talstöðina. Ég vissi ekki að þetta svæði var alræmt fyrir slæm radíóskil- yrði. Þegar við heimsóttum Jim og Sondru í Rósavík hinn 7. febrúar minntist Jim á að þau væru með talstöð og hann hefði verið í sambandi við Hydaburg. Við héldum að þau gætu náð sambandi að vild. Hann sagði ekki að það væri aðeins hægt um tíuleytið á kvöldin og bara ef skilyrðin væru þá hagstæð. I fyrstu fannst mér að aðskilnaðurinn hefði verið mistök af minni hálfu. En nú held ég að þrátt fyrir að við hefðum misreiknað hvar við vorum og að aðstæður okkar allra á þessum tíma væru hinar verstu gæti hann hafa verið lykillinn að líf- gjöfinni. Innan þriggja daga eftir að við Randy yfirgáfum telpurnar voru þær of veikburða til að ferðast. Eftir þann tíma stóð Jena ekki upp eða fór und- an seglinu; Cindy fór aldrei lengra frá en á að giska 30 metra og meira að segja sú fjarlægð vakti með henni ótta um að hún kæmist ekki til baka að seglinu aftur. Ef við Randy hefðum verið áfram hjá þeim hefði ástand okkar allra orðið eins. Spurningin hefði verið um það hve lengi hvert okkar hefði getað lifað þannig. Enginn hefði vitað hvar við vorum og enginn hefði leitað að okkur. Afleiðingar reynslunnar hafa verið okkur öllum erfiðar. Hvað segja krakkarnir um þetta? ,,Ferlega slæm ferð en skiptir þó ekki svo miklu máli.” Fætur Randy fóru að þiðna 15. febrúar þegar hann kveikti eldinn. Hann kól aftur hinn 24. febrúar, á leiðinni til kofans, en fæturnir þiðnuðu stuttu síðar. Þegar við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.