Úrval - 01.04.1983, Síða 114
112
ÚRVAL
börnin sjálfstæð — en þar njóta þau
alls ekki aðstoðar fullorðinna eða af-
skipta. Teikning, mótun í leir og
leikir hafa á nokkuð skömmum tíma
gefið mjög góða raun.
Nú fara 7—8 ára heyrnarlaus börn
ásamt jafnöldrum sínum í skóla í
fyrsta bekk þar sem þau kunna að lesa
og skrifa og geta svarað flóknum
spurningum. Þau eru vel heima í
málfræði og byggja setningar sínar
rétt og vel upp. Það kunna ekki öll
börn með fulla heyrn. Það mikilvæg-
asta er að börnin hafa losnað við þá
einangrun sem þau voru í. Þau hafa
kynnst öðrum heimi sem er fullur af
fegurð, hreyfíngu og lífí. Þau eru
glöð og eðlileg, forvitin og kát eins og
öll önnur börn.
★
Svo lengi sem ég man eftir mér hef ég barist við aukakílóin og allt-
af þyngdist róðurinn eftir því sem aldurinn færðist yfír. Þegar ég
uppgötvaði kvöld eitt að enn einar gallabuxurnar voru orðnar of
þröngar sagði ég við manninn minn: ,,Ó, hvað ég hlakka til að verða
amma. Ollum er sama þó ömmur séu feitar. ’ ’
,, Ekki öfum, ’ ’ svaraði hann.
-I.K.
Dag einn hringdi systir mín til mín og sagði að einhver hefði sent
henni rósavönd sem ekkert nafn hefði fylgt, aðeins spjald sem á stóð:
,,Frá einum sem elskarþig.”
Þar sem hún var ógift fór hún að rifja upp karlmenn sem hún
þekkti — gamla kærasta og nýrri. Gæti þetta verið frá mömmu eða
pabba? Einhverjum vinnufélaga? í huganum fór hún yfir þá sem til
greina komu. Að lokum hringdi hún í vinkonu sína til að biðja hana
að hjáipa sér. Vinkonan kom með vísbendingu sem hún fór eftir og
reyndist fela í sér lausnina.
, Janet,” sagði systir mín. „Varst þú að senda mér blóm?”
,,Af hverju?”
„Síðast þegar við töluðum saman varstu svo döpur. Mig langaði til
þess að þú notaðir daginn til að hugsa um alla þá sem þykir vænt um
þig”
-J.A.K.
Allir hafa hæfileika; en hugrekkið til að fylgja þeim eftir í
gegnum súrt og sætt er sjaldgæfara.