Úrval - 01.04.1983, Qupperneq 119

Úrval - 01.04.1983, Qupperneq 119
FRAM, FRAM — ALDREIAÐ VÍKJA 117 steinolíu á þetta fyrst.” Hann skrúfaði lokið af steinolíubrúsanum og hellti. Allt í einu skall eitthvað á mér sem fleygði mér að veggnum. Óljóst heyrði ég Floyd veina: „Ég loga!” Ég skynjaði að ég logaði líka. Ég reyndi að standa upp en fæturnir vildu ekki hlýða mér. Raymond hljóp að hliðardyrunum og hrópaði á Lethu sem opnaði fyrir okkur og hjálpaði okkur út. Ég fylgdi dæmi eldri bróður míns og velti mér hring eftir hring á jörðinni til að slökkva eldinn í fötunum mínum. „Kastið sandi á okkur,” hrópaði Floyd en það var lítið hægt að skrapa upp úr gaddfreðnu skólahlaðinu. Floyd skjögraði á fætur þótt enn logaði í honum á nokkrum stöðum. „Við verðum að komast heim,” kjökraði hann og tók til fótanna. Við hin störðum á hann með skelfingu. Hann var bókstaflega nakinn. Eftir var aðeins efsti hlutinn af sviðnum jakkanum. Þaðan frá og niður að rjúkandi skónum var aðeins svartsviðinn líkami. Við héldum á eftir honum og mér varð litið niður eftir sjálfum mér, í fyrsta sinn. Báðar buxnaskálmarnar voru brunnar af. ,,Þú verður að halda áfram,” sagði Raymond þegar ég dróst lítið eitt aftur úr. Pabbi myndi ætlast til þess að við kæmumst heim. Frarn fram — aldrei að víkja. Vandamálin eru til að sigrast á þeim. Þetta var það sem Clint Cunningham klifaði stöðugt á við börnin sín. Einhvern veginn höfðum við þessa kílómetra af. En þegar við vorum að komast heim að húsinu helltust kvalirnar allt í einu óbærilega yfir mig og ég leið út af. ÞAÐ NÆSTA SEM ég man var að ég heyrði mjúka og róandi rödd rétt hjá mér. „Læknirinn er á leiðinni,” sagði mamma og kældi á mér ennið með blautum klút. Ég opnaði augun. Pabbi horfði þungbúinn á Floyd. Systkini mín stóðu við fótagaflinn, hljóð og ótta- slegin. Ég fann svo til að ég gat ekki haldið aftur af mér. Ég hljóðaði. Þegar Fergusen læknir kom sneri hann sér fyrst að Floyd. Svo kom röðin að mér. Mamma hélt mér meðan Fergusen baðaði brunasárin með línolíuupplausn. Ég þoldi ekki þennan sársauka. Seinna gaf ungi læknirinn pabba merki um að koma með sér út. Þeir lokuðu á eftir sér en ég heyrði hvað hann sagði. „Mesta hættan með Glenn er fgerð. Ef hún kemur verður að taka af honum fæturna. En þótt svo fari ekki efast ég um að hann geti nokkurn tíma gengið framar. Það er ekki hægt að gera mikið fyrir Floyd. ’ ’ Seinna fréttum við að það hefði verið fundur í skólahúsinu kvöldið áður. Eldurinn í ofninum var því ekki kulnaður til fulls þegar við komum. Af einhverri ástæðu hafði bensín verið látið í olíubrúsann. Verra gat það ekki verið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.