Úrval - 01.04.1983, Page 120

Úrval - 01.04.1983, Page 120
118 ÚRVAL VIÐ LÁGUM í rúmunum dag eftir dag. Floyd hreyfði sig ekki að kalla en hann talaði og söng sálma með okkur hinum. Fæturnir á mér voru ljótir, rauðir og sárir. Ég gat hvorugt hnéð beygt. Níunda morguninn lá Floyd grafkyrr, með augun lokuð. Mamma sat hjá okkur. Mér hlýtur að hafa runnið í brjóst því að allt í einu hrökk ég upp og fann að eitthvað var að. Ég hafði aldrei fyrr séð mömmu gráta. Nú streymdu tárin niður kinnar hennar. Floyd hafði dáið um morguninn. Fætur mlnir versnuðu jafnt og þétt. Stórt kýli myndaðist á vinstri mjöðminni sem ég vissi að þýddi að ígerðin hafði gengið inn í líkamann. Einn daginn kom kona frá Elkhart að heimsækja mömmu. Þegar hún var að fara heyrði ég hana segja: , ,Það er eins gott fyrir þig að horfast í augu við það, góða mín. Glenn verður aumingi það sem hann á eftir. ’ ’ Þegar mamma kom aftur sá hún á mér að ég hafði heyrt þetta. ,,Ég ætla ekki að vera aumingi,” öskraði ég. ,,Ég skal geta gengið! Ég skal! Ég skal!” Mamma rétti fram höndina og ýtti hárinu á mér frá augunum. ,Já, Glenn,” sagði hún. ,,Þú skait geta gengið!” ÞRÍR MÁNUÐIR VORU liðnir síðan eldsvoðinn varð og fæturnir á mér voru ekkert farnir að gróa. Mamma lagði ilmandi smyrsl á þá á hverjum degi. Þolinmóð nuddaði hún máttlausa vöðvana og passaði að snerta ekki vætlandi sárin. Ég barðist við að fínna eitthvað — bara eitthvað — til að hugsa um svo ég gæti gleymt kvölunum. Pabbi var góður hlaupari og hafði gaman af að tala við mig um hlaup. Áður en ég ienti 1 eldsvoðanum sagði hann að ég hefði „hæfileika”. Hann kenndi mér hvernig ætti að spenna handleggina til að ná meiri hraða og hvernig átti að undirbúa sig fyrir langhlaup. Ég ímyndaði mér sjálfan mig í keppni þar sem ég færi fram úr öllum hinum keppendunum. Guð almáttugur, hvað mig langaði til að hlauþa afturl Sumarið kom. Eitt yndislegt kvöld í ágúst reyndi Fergusen læknir að beygja stirða fætur mína, án árangurs. Hann leit hugsandi á mig. „Glenn, í sex mánuði hefurðu sagt okkur að þú ætlir að ganga á nýjan leik. Trúirðu því enn?” , Já, herra.” , ,Þá skulum við reyna það núna. ’ ’ Ég reis hægt upp, ýtti hægra fæti þumlung fyrir þumlung út á rúm- stokkinn, síðan þeim vinstri. Ég rennsvitnaði. Ég var ringlaður í koll- inum þegar fæturnir snertu gólfið. Ég reyndi að ganga. Fæturnir hreyfðust ekki og ef mamma og læknirinn hefðu ekki gripið mig hefði ég dottið. Ég grét beisklega þegar þau lyftu mér aftur upp í rúmið. Þegar pabbi kom heim um
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.