Úrval - 01.04.1983, Qupperneq 121

Úrval - 01.04.1983, Qupperneq 121
FRAM, FRAM — ALDREIAÐ VÍKJA 119 kvöldið sagði ég: ,,Pabbi, mig langar til að fá stóra stólinn niðri. ’ ’ ,,Ég skal koma með hann til þín, Glenn,” sagði hann. Þessi sterklegi heimasmíðaði stóll varð æfingatækið mitt. Með því að taka um armana á honum gat ég tosað mér hægt fram úr og sest í hann. Ég notaði annan arminn sem hækju til að standa á fætur. Ég hallaði mér upp að bakinu á honum og gekk svo smáskref fyrir framan hann. Síðasta dag fyrir jól, þegar mamma var að nudda á mér fæturna eins og hún var vön, sagði ég: „Mamma, ég er með svolitla gjöf handa þér. Ef þú vilt fá hana verðurðu að standa við dyrnar og loka augunum.” Hún gerði eins og ég bað og ég renndi mér fram úr rúminu. „Opnaðu þau nú, fljót, mamma! Ég tók reikult skref í áttina til hennar, svo annað. Mig svimaði. Mamma hljóp til mín og greip mig, við duttum bæði á gólfið. Það var í annað sinn sem ég sá mömmu gráta. ÞAÐ LEIÐ HEIL eilífð áður en hlýnaði í veðri og ég fékk að fara út. Einn daginn fór ég með pabba á kanínuveiðar á sléttunni. Ég komst ekki greiðlega úr sporunum. Næst þegar við fórum út saman leysti pabbi einn hestinn frá vagninum. Hann þrýsti svörtu tagli hestsins í höndina á mér. „Haltu í það. Komum svo.” Ég beit á jaxlinn þegar hesturinn fór af stað. Ég var ekki kominn nema örfá reikul skref þegar pabbi stöðvaði hestinn. Ég horfði óttasleginn á hann en á sterku andliti hans var ánægju- svipur. „Þú hljópst, strákur!” sagði hann. „Ekki kvarta. Haltu áfram að reyna. Vorið eftir fluttum við frá Rolla og settumst að utanvert í Elkhard sem var um 25 kílómetrum vestar. Það var þriggja kílómetra gangur að og frá skóla. Þessar gönguferðir styrktu fæturna en ennþá gat ég ekki hlaupið án þess að finna til. Ég æfði mig án afláts auk starfanna sem ég vann heima. Smám saman varð hálfhoppið mitt að almennilegu hlaupi. Þegar ég varð tólf ára fór ég I fjórða bekk. Ég var smávaxinn en seigur. Þegar kom að skólahlaupinu fékk ég skyndilega löngun til að vera með. Ég var nógu varkár til að nefna það ekki heima. „Ætlarðu að hlaupa svona?” spurði skólastjórinn og horfði á heimagerða ullarskyrtuna mína, buxurnar og þykkbotna strigaskóna. ’ ’ ,Já, herra,” svaraði ég. Hann vísaði mér á hvar keppendur voru vigtaðir. „Þú ert svo lítill að þú verður að keppa í hlaupi B- bekkjarins,” sagði hann. En mig langaði að hlaupa miluna með stóru krökkunum, þess vegna laumaði ég mér yfir í röð A- bekkjarins. „Hvað ertu þungur, vinur?” spurði maðurinn við vogina þegar að mér kom. Hann sagði að ég yrði að vera minnst 35 kíló.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.