Úrval - 01.04.1983, Síða 122
120
URVAL
Hann hlýtur að hafa tekið eftir á-
hyggjusvipnum á andliti mínu þegar
ég sté á vogina. Hann leit varla á
nálina en sagði upphátt: ,,Ná-
kvæmlega 35 kíló! ”
Keppinautar mínir voru næstum
því allir úr gagnfræðaskólanum, allir
miklu stærri. Ég var sá eini sem var
ekki með sérstakan hlaupabúnað.
Mér féll allur ketill í eld þegar ég sá
að naglar stóðu niður úr sólunum á
skónum þeirra. Aldrei á ævinni hafði
ég séð neglda hlaupaskó.
Þegar rásmerkið var gefið stukku
þeir á fætur og hentust af stað. Ég
fylgdi ráðum pabba og reyndi ekki til
hins ýtrasta á kraftana. Einn sá stærsti
í hlauparahópnum gafst upp eftir
fjórðung úr mílu. Þá jók ég dálítið
hraðann. Þegar hálf míla var að baki
var ég kominn fram úr þeim tveimur
sem voru fremstir. Ég vissi að maður
átti ekki að hlaupa út á brúnir braut-
arinnar til að komast fram úr svo ég
hentist á milli þeirra og hélt mína
leið.
Það næsta sem ég man var að ég
kom að spotta sem strengdur var yfir
brautina. Ég sá að ég myndi reka
höfuðið í hann svo ég beygði mig
undir hann. En fólkið sem var við
brautarendann hvatti mig til að snúa
við. ,,Þú verður að slíta spottann til
að vinna!” hrópaði maður til mín.
Ákaftur hentist ég til baka og sleit
spottann. Ég hafði unnið.
Ég sneri heim á leið. Ég vissi að
pabbi yrði hreykinn af mér. Á göng-
unni ómuðu orð hans fyrir eyrum
mér: ,,Fram, fram — aldrei að
víkja!
Glenn Cunningham varð frábær
míluhlaupari í slnum aldursflokki og
vann til verðlauna á ólympíuleikun-
um. Á árunum 1933 til 1940 vann
hann 21 hlaup af 31 í Madison
Square Garden og varð heimsmethafi
í 800 metra og míluhlaupi. Þegar
hann hætti að keppa setti hann á fót
stöð fyrir unglinga í Cedar Point í
Kansas þar sem hann ásamt Rut,
eiginkonu sinni, hjálpaði meira en
9000 ungmennum á leið til betra lífs.
Ég var önnum kafin og hafði 1 rauninni allt of mikið á minni
könnu. Til þess að komast yfir sem flest skrifaði ég allt sem ég þurfti
upp á lista og merkti daglega við það sem ég hafði afgreitt. Tveim
vikum eftir að ég fann listaaðferðina upp sagði ég við Klarens,
manninn minn: „Þessum lista er það að þakka að ég kemst yfir að
gera allt sem ég þarf án þess að gleyma neinu. ’ ’
Þegar ég kom heim af morgunfundi nokkrum dögum síðar,
dálítið seinni en ég ætlaði, greip ég minnislistann til að gá hvað væri
framundan. Þar stóð ritað með hönd eiginmanns míns í línu milli
1.30 hárgreiðsla og gera tauskápinn hreinan: ,,Kela við Klarens.”
— María Howell.