Úrval - 01.04.1983, Qupperneq 122

Úrval - 01.04.1983, Qupperneq 122
120 URVAL Hann hlýtur að hafa tekið eftir á- hyggjusvipnum á andliti mínu þegar ég sté á vogina. Hann leit varla á nálina en sagði upphátt: ,,Ná- kvæmlega 35 kíló! ” Keppinautar mínir voru næstum því allir úr gagnfræðaskólanum, allir miklu stærri. Ég var sá eini sem var ekki með sérstakan hlaupabúnað. Mér féll allur ketill í eld þegar ég sá að naglar stóðu niður úr sólunum á skónum þeirra. Aldrei á ævinni hafði ég séð neglda hlaupaskó. Þegar rásmerkið var gefið stukku þeir á fætur og hentust af stað. Ég fylgdi ráðum pabba og reyndi ekki til hins ýtrasta á kraftana. Einn sá stærsti í hlauparahópnum gafst upp eftir fjórðung úr mílu. Þá jók ég dálítið hraðann. Þegar hálf míla var að baki var ég kominn fram úr þeim tveimur sem voru fremstir. Ég vissi að maður átti ekki að hlaupa út á brúnir braut- arinnar til að komast fram úr svo ég hentist á milli þeirra og hélt mína leið. Það næsta sem ég man var að ég kom að spotta sem strengdur var yfir brautina. Ég sá að ég myndi reka höfuðið í hann svo ég beygði mig undir hann. En fólkið sem var við brautarendann hvatti mig til að snúa við. ,,Þú verður að slíta spottann til að vinna!” hrópaði maður til mín. Ákaftur hentist ég til baka og sleit spottann. Ég hafði unnið. Ég sneri heim á leið. Ég vissi að pabbi yrði hreykinn af mér. Á göng- unni ómuðu orð hans fyrir eyrum mér: ,,Fram, fram — aldrei að víkja! Glenn Cunningham varð frábær míluhlaupari í slnum aldursflokki og vann til verðlauna á ólympíuleikun- um. Á árunum 1933 til 1940 vann hann 21 hlaup af 31 í Madison Square Garden og varð heimsmethafi í 800 metra og míluhlaupi. Þegar hann hætti að keppa setti hann á fót stöð fyrir unglinga í Cedar Point í Kansas þar sem hann ásamt Rut, eiginkonu sinni, hjálpaði meira en 9000 ungmennum á leið til betra lífs. Ég var önnum kafin og hafði 1 rauninni allt of mikið á minni könnu. Til þess að komast yfir sem flest skrifaði ég allt sem ég þurfti upp á lista og merkti daglega við það sem ég hafði afgreitt. Tveim vikum eftir að ég fann listaaðferðina upp sagði ég við Klarens, manninn minn: „Þessum lista er það að þakka að ég kemst yfir að gera allt sem ég þarf án þess að gleyma neinu. ’ ’ Þegar ég kom heim af morgunfundi nokkrum dögum síðar, dálítið seinni en ég ætlaði, greip ég minnislistann til að gá hvað væri framundan. Þar stóð ritað með hönd eiginmanns míns í línu milli 1.30 hárgreiðsla og gera tauskápinn hreinan: ,,Kela við Klarens.” — María Howell.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.