Úrval - 01.04.1983, Page 126

Úrval - 01.04.1983, Page 126
124 ÚRVAL , ,Ég hef lagt of hart að mér, ’ ’ sagði Nick við sjálfan sig. Hann er framkvæmdastjóri fyrirtækisins, maður með báða fætur á jörðinni, vanur að meðhöndla kaldar staðreyndir og kostnaðaráætlanir verkamannabústaða. Hann vissi að byggingar braka, meira að segja splunkunýjar eins og þetta hús. Þær stynja og rymja eftir því hvernig vindurinn blæs og veggir og gólf þenjast eða dragast saman eftir hitastigi. Að lokum þóttist hann vita að það væri skýringin. Nokkrum mánuðum síðar, í október 1981, stjórnaði Nick skemmtun í Brownsvillegarðinum. Eftir skemmtunina fór hann ásamt konu sinni, Karen, og fjórum öðrum tii skrifstofunnar til að ganga frá búnaði sem þau höfðu notað við skemmtunina og athuga útkomuna. Það var næstum komið miðnætti þegar þau settust kringum ráðstefnu- borðið. Þá fékk Nick það á tilfinning- una að einhver væri að nálgast her- bergið. Hann mundi að hann hafði læst framdyrunum en þarna, í opnum dyrunum, birtist ógreinileg, grásvört vofa. ,,Hún var meira en sex feta há,” segir hann. ,,Ég gat greint það af höfðinu og öxlunum; þar fyrir neðan var ekkert lag á verunni. Ef hún hefur haft handleggi eða fætur kom ég ekki auga á það. ’ ’ Nick deplaði augunum en vofan var þar enn. Hann tók eftir undrunar- svipnum á andliti vinar síns, Ruben Quintanilla, og spurði: „Sérðu þetta?” Ruben kinkaði kolli. Sýnin, sem hann lýsti síðar, var ógreinileg, líkari skugga. Þegar þau litu aftur á dyrnar var vofan farin. Hópurinn leitaði í skyndi í öllum skrifstofunum en ekkert fannst. Daginn eftir bað Nick samstarfs- mann sinn að stilla sér upp í dyrunum á ýmsum stöðum og í ýmsum stellingum. í þessum gluggalausu skrifstofum lýsir flúrlýsingin jafnt hvort sem úti er dagur eða nótt en mennirnir gátu ekki endurvakið sýnina sem þeir sáu kvöldið áður. Daginn þar á eftir boðaði Nick starfsfólkið á fund. Hann spurði, alvarlegur í bragði: ,,Hefur nokkurt ykkar reynt eitthvað hér sem þið getið ekki útskýrt?” Samstundis voru margar hendur á lofti. í þrjár klukkustundir sagði starfsfólkið sögur af hljóðum, undar- legum hrolli sem færi um fólk í bakskrifstofunni og rökum moskus- þef: ,,Eins og brennisteinn,” sagði einhver. ,,Eins og náþefur,” sagði annar. Einkaritari Nick, Estela von Hatten, hafði haft á tilfínningunni að einhver stæði fyrir aftan hana; hún sneri sér við en sá ekkert. Yolanda Garcia var á kvennasnyrtingunni þegar veggurinn eins og hreyfðist — svo kom klósettrúlla fljúgandi fyrir horn og lenti á henni. Staðfræði Brownsville er á mörkum tvenns konar menningar, norður-amerískrar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.