Úrval - 01.04.1983, Qupperneq 129
DRAUGURINNSEM VANNEFTIRVINNU
127
hver í annan. Sem yfirmaður skrif-
stofunnar varð Nick að gera eitthvað.
í maí tók hann ákvörðun: Þau skyldu
flytja á annað stað. Opinberlega lét
hann í veðri vaka að þarna væri of
þröngt um þau. Með sjálfum sér
vonaði hann að flutningarnir „gætu
gefið fólkinu eitthvað jákvætt til að
hugsa um”.
Eftir því sem nær dró flutningun-
um varð draugaorðrómurinn sterkari
og að lokum barst hann til eyrna
blaðamanns á staðnum. Það var rakt
veður þennan júnídag sem sagan birt-
ist en eigi að síður flykktist fólk til
byggingarinnar til að horfa og ókunn-
ugt fólk kom og sagðist einnig hafa
séð fyrirbrigðið.
Sumir vildu komast í samband við
andann tii að komast að hvað hann
vildi og hjálpa honum til að fá frið.
Nick gaf ofursta á eftirlaunum leyfi
til að dvelja nokkrar nætur á skrifstof-
unni. Ofurstinn fann til nálægðar
vofunnar en þegar hann gat ekki
fengið andann til að tala varð hann
vonsvikinn og hrópaði að lokum: ,,Ef
þú vilt ekki hjálp mína, farðu þá til
fjandans!” Jafnskjótt fann hann
kaldan hrylling gagntaka sig og þó að
hann væri flúinn af staðnum fylgdi
þessi tilfinning honum. Viku síðar
fékk hann hjartaáfall.
Síðan kom þangað prédikari, starf-
andi í Brownsville. Hann bað bænir
og stappaði fótunum kröftuglega í
gólfið. Hann útskýrði að hann væri að
reyna að mola höfuð höggorms, það
er líki sem Satan er sagður stundum
taka á sig. Þegar prédikarinn kom
aftur daginn eftir tók hann skóinn af
sér til að sýna tvö merki á hæl hans.
„Snáksbit,” sagði hann.
I síðustu starfsviku fólksins á
þessum reimleikastað kallaði Nick
það saman að ráðstefnuborðinu. Þau
héldust öll í hendur og báðust fyrir.
,,Við, starfsfólk CDC, erum hér
saman komin til að hjálpa þeim
gæfusnauðu,” sagði Nick. ,,Við
verðum öll að vinna saman. Við
skulum hugsa góðar, jákvæðar
hugsanir. Við hefjum bráðum starf á
nýjum stað.”
Flutningsdaginn, nokkrum
mínútum yfir fimm, þegar Nick og
samstarfsmaður hans voru að loka síð-
ustu kössunum, heyrðu þeir hávaða í
bakskrifstofunni. Þeir litu hvor á
annan. Meiri hávaði. Án þess að segja
orð fóru þeir og læstu að baki sér
þessu draugatímabili.
Nokkrum mánuðum síðar hafði
draugurinn ekki birst hinum nýju
leigjendum skrifstofanna. Hann
hafði heldur ekki elt Nick og fólkið
sem flutti með honum á nýju
skrifstofurnar þó að hann hefði sett
mark sitt á hvert og eitt þeirra. Nick
hefur endurheimt trúna. Fólkið hans
vinnur saman og er nú tengdara, það
hefur horfst í augu við það
órannsakanlega saman. Það hefur
deilt og lært að fyrirgefa. Það gleymir
aldrei samkennd stundanna þegar
þau héldust í hendur og báðu saman.
Var þarna í rauninni um að ræða
draug sem vann eftirvinnu? Hús