Upp í vindinn - 01.05.2018, Page 9

Upp í vindinn - 01.05.2018, Page 9
rannsóknum og rannsóknasamstarfi deildarinnar. Doktorsverkefnin eru iðulega unnin í samstarfi við aðila frá erlendum stofnunum og háskólum. Á árinu 2017 brautskráðust 13 (9 konur og 4 karlar) með BS próf í umhverfis- og byggingarverkfræði. Nokkur hluti heldur áfram og lýkur MS gráðu í verkfræði við deildina og öðlast þar með rétt til að fá starfsheitið verkfræðingur. Námið er f]ölbreytt og tekur á helstu sameiginlegu fagsviðum umhverfis- og byggingarverkfræði. BS námið býður upp á fyrstu skref í átt til sérhæfingar en það er í meistaranáminu sem nemendur sérhæfa sig á tilteknu sviði um- hverfisverkfræði eða byggingarverkfræði. BS nemendur takast á við fræðileg og verkleg verkefni í náminu. BS nemendur standa að öflugu nemendafélagi sem heitir Naglarnir. Skólaárið 2017-2018 er Brynja Benediktsdóttir formaður félagsins. Deildin hefur ávallt átt gott samstarf við Naglana en fræðast má um starfsemi félagsins á heimasíðu þess, naglar.hi.is. Á árinu vörðu 15 MS nemendur ritgerðir sínar við deildina og brautskráðust með MS próf. Meistaranám við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild er öflugt, alþjóðlegt nám og fjöldi nemenda í MS námi er um 50. Samstarf er við fjölmörg fyrirtæki og stofnanir um verkefni og koma margir starfsmenn þaðan að meistaraverkefnum sem leiðbeinendur eða prófdómarar. Þannig viðheldur deildin meðal annars nánum tengslum sínum við atvinnulífið og brautskráðir verkfræðingar frá deildinni hafa verið eftirsóttir í störf að námi loknu. Meistaranemendurnir og nöfn ritgerða þeirra á íslensku eru: Alasdair Paul Brewer, Hreyfðarfræðileg greining á háspennulínu- mastri vegna vindálags, samstarfsstofnun: EFLA Verkfræðistofa; Alma Pálsdóttir, Samanburður á æviskeiðum verkefna, samstarfs- stofnun: VSÓ Ráðgjöf; Ásmundur Þrastarson, Tjónnæmi sker- veggjabygginga úr járnbentri steinsteypu, samstarfsstofnun: EFLA Verkfræðistofa; Birgir Pétursson, Standard FA sement á íslandi, samstarfsstofnun: BM Vallá; Bragi Magnússon, Líkanagerð og kerfisauðkenning á jarðskjálftaeinangraðri stálbogabrú; Hector Mauricio Angarita Moreno, Hjólfaramyndun í vegum - samanburður við hröðuð álagspróf, samstarfsstofnun: EFLA Verkfræðistofa; Ólafur Már Lárusson, Aðferðafræði kostnaðarmats Statsbygg í Noregi - greining og mat; Sigríður Lilja Skúladóttir, Samgöngur erlendraferðamanna á íslandi - Viðhorfskönnun á akstursskilyrðum, samstarfsstofnun: Verkfræðistofa Haralds Sigþórssonar; Sólrún

x

Upp í vindinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.