Upp í vindinn - 01.05.2018, Page 38

Upp í vindinn - 01.05.2018, Page 38
á morgunfundi til að leggja áherslu á öryggismál, fara yfir verk- áætlanir með starfsmönnum og undirverktökum, ásamt því að fara yfirverkefni dagsins, að það hafi haft mikil áhrif áframgangverksins. Að hengja upp áætlanir á kaffistofu svo allir sjái og fara yfir þær hefur áhrif, þótt flestir hafi verið á því að þær hafi verið of bjartsýnar. Gott var þó að setja markið hátt og vinna að því. í þessu verki byrjuðum við að nota verkefnastjórnunarkerfið Ajour. Við teljum það vera alveg nauðsynlegt að nota slíkt verkumsjónarkerfi í verkefnum sem þessu þar sem umfang er mikið og flækjustig hátt og það sé þróun sem ná mun til flestra verkefna í framtíðinni. Að verkstjórar hafi aðgang að nýjustu teikningum í skýi og þar af leiðandi í spjaldtölvu eða síma og noti gátlista við vinnu sína í verkinu, er mjög mikilvægt. Innri úttektir verða mun markvissari og mistök færri. Verkstjórarnir áttu mjög auðvelt með að læra á kerfið og gera þessar úttektir. Teikningarnar eru aðgengilegar á verkefnavefnum, hvar sem er. Teljum við það óþarfi að prenta út teikningar lengur því allir skoða þær í sínum símum eða tölvum, enda var svo komið í seinni hluta verksins var varla litið á útprentaðar teikningar lengur. Það hefði verið hægt að hætta að prenta teikningar og gera vinnustaðinn meira pappírslausan. Allar úttektir fóru fram á rafrænan hátt í áföngum 3 til 9 var nánast ekki notaður pappír í það. Það má því segja að reynt hafi verið í þessu verkefni í fyrsta skipti að stefna að pappírslausum verkstað, eins og stefna ætti að í öllum verkum, þegar allar teikningar, úttektir og samskipti eru orðin rafræn í verkefnastjórnunarkerfi. Mynd 5 Áfangi2í vinnslu, áfanga 1 lokið. ...upp í'vindinn 38

x

Upp í vindinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.