Upp í vindinn - 01.05.2018, Page 44

Upp í vindinn - 01.05.2018, Page 44
Rakaáíag a bYggingarhluta og afleiðingar þess Björn Marteinsson Almennt Niðurbrot efna vex almennt með hækkandi hita og efnisraka, áhrif þessa á gæði innilofts eru almennt óheppileg og einnig getur þetta aukið hættu á örveruvexti s.s. myglu. Auk óhollustu þá veldur þetta auknum viðhaldskostnaði. Umf]öllun hór mun einkum taka mið af áhættu varðandi mygluvöxt. Vaxtarskilyrði fyrir mygluvöxt eru ferns konar, þau eru háð; umhverfishita, raka, æti, og loks eru vaxtarhraði og nauðsynlegar kringumstæður tímaháðar. í Svíþjóð er miðað við að byggingarefni megi vera við stofuhita í nokkrar vikur við gildi á umhverfisraka eins og tafla 1 sýnir án þess að hætta á mygluvexti verði teljandi. Töflugildin eru fyrir hrein efni, óhreinindi á efnum valda aukinni hættu á mygluvexti, þröskulgildi raka lækkar í 75-80%HR fyrir Efnishópur Þröskulgildi hlutfalls- taka (%HFR) • Timburogtrjákennd efni . 75-80 • Gifsplötur með pappír . 80-85 • Steinull ogglerull . 90-95 • Frauðplasteinangrun (EPS) . 90-95 • Steypa . 90-95 Tafla 1 Nauösyniegur loftraki (%HR) svo mygla geti vaxið á efnum við stofuhita jafnvel þolnustu efnishópana. Jafnframt ofannefndum mörkum þá gildir að efni mega ekki vera mjög blaut nema í 2-3 daga án þess að hætta á mygluvexti verði umtalsverð. Orsakir rakaálags á byggingarefni og byggingarhluta eru einkum eftirtaldar fimm ástæður; (i) byggingarraki, (ii) loftraki innilofts, (iii) úrkoma (og leki), (iv) leki frá lögnum og votsvæðum bygginga, og loks (v) grunnvatn og yfirborðsvatn. Af þessum orsökum verða einungis þær tvær fyrsttöldu ræddar hér. LLLL I I ...upp 'vindinn

x

Upp í vindinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.