Upp í vindinn - 01.05.2018, Side 48

Upp í vindinn - 01.05.2018, Side 48
Mynd 5 Mældur lofthiti i8 íbúðum tímabilið 20/10 -19/121994 Mynd 6 Mældur loftraki í8 íbúðum tímabiiið 20/10 -19/121994 Tímabilið 20. október til 19. desember 1994 voru á vegum Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins (Óli Hilmar Jónsson, 1996, Björn Marteinsson, 1999) settir síritandi mælar fyrir hita og loftraka í 8 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu. Tilgangur mælinganna var að fá einhverja hugmynd um algengan hita og loftraka í íbúðarhúsnæði, en áður höfðu verið gerðar stakar mælingar í fjölda húsa (Óli Hilmar Jónsson, 1996). Niðurstöður mælinga eru á myndum 5 og 6. Lofthiti mældist iðulega á bilinu 21-24 °C, sem ekki var óvænt þar sem þekkt var að lofthiti á þessu ódýra hitunarsvæði væri iðulega talsvert hærri heldur en algeng viðmið erlendis (20 °C). Hlutfallsraki innilofts mældist í sjö íbúðanna almennt á bilinu 25-45 %HR, sem samsvarar rakabætingu um 2 g/m3. í einni íbúðanna mældist loftraki mun hærri, eða iðulega á bilinu 60-75 %HR. Útfrá þessum mæligildum, og viðræðum við fagfólk, var talið að almennt mætti miða við að loftraki í íbúðarhúsum hérlendis væri 25-40 %HR að vetrarlagi. Til viðmiðunar má nefna að ef rakinn fer yfir 45 % þegar kalt er úti þá verður rakaþétting innan á tvöföldu einangrunargleri. Að sumarlagi, þegar lofthiti er hærri heldur en að vetrarlagi, þá fer loftrakinn talsvert hærra að skaðlausu, eða upp í 50-60 %HR. Það stóð alltaf til að gera meiri mælingar, bæði í fleiri íbúðum og á öðrum árstímum, en af því varð ekki. Þegar þessi mál eru nú rædd meðal fagfólks þá er jafnvel talið að loftraki innandyra hafi hækkað frá því sem var, einkum vegna minni loftræsingar húsa. Þekking á hita- og rakaálagi innandyra í byggingum almennt er nauðsynleg ...uppívindinn 48

x

Upp í vindinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.