Upp í vindinn - 01.05.2018, Blaðsíða 50

Upp í vindinn - 01.05.2018, Blaðsíða 50
sé að innanverðu málaður með nokkuð rakaþéttri málningu, a.m.k í samanburði við málninguna sem er gert ráð fyrir á utanverðum veggnum. Þessi veggtegund er algengasta útveggjargerð í þegar byggðum íbúðarhúsum á íslandi. Útreikningar í samræmi við aðferð Glaser, með innilofthita 20°C en mismunandi forsendum varðandi útihita, útiloftraka og inniloftraka. Útihiti er valinn með nokkur mismunandi gildi, sem má vænta að geti orðið árlega í nokkrar vikur hvert, sjá mynd 2 en útiloftraki alltaf 80%HR sem er nálægt mánaðarmeðaltali allra mánaða ársins. Gildi á hlutfallsraka lofts er valið þannig að rakaþétting eigi sér stað í veggnum. Niðurstöður útreikninganna sýna t.d. að þegar útihiti er -2 °C þá verður rakaþétting innan á steypu veggjarins þegar inniloftraki nær 32 %HR, veggurinn þolir illa háan loftraka og í miklum kuldum þá má gera ráð fyrir að einhver rakaþétting sé í nánast öllum veggjum af þessari gerð; til að koma í veg fyrir slíkt þyrfti annaðhvort loftraki inni að vera svo lágur að það er óraunhæft eða málning að innan að vera mun rakaþéttari heldur en gengur og gerist. Jafnvel í 5 °C útihita þá má inniraki ekki fara yfir 50%HR án þess að rakaþétting verði í veggnum. Fyrir þessa tegund byggingarhluta verður því að gæta þess að halda inniloftraka hóflega lágum til að koma í veg fyrir rakavandamál. Það hafa alltaf verið einhver raka- og lekavandamál til staðar í byggingum hérlendis sem erlendis, en sem betur fer er það þó ekki reglan. Byggingartími hefur iðulega dregist á langinn vegna skorts á fjármagni, og byggingar því náð að þorna á byggingartímanum án þess að hugsað væri sérstaklega fyrir slíku. Stuttur byggingartími krefst meiri aðgæslu, nú verður að tryggja að byggingarraki sé hóflega lágur þegar byggingarhlutum er lokað; t.d. þarf timburraki í timburþaki að vera undir 18-20% áður en þakið er einangrað og gengið verður frá rakavarnarlagi. Hérlendis, a.m.k. á ódýrari hitunarsvæðum, hefur tíðkast að loftræsta vel og loftraki í innilofti þá almennt lægri heldur en tíðkast erlendis. Gerð algengra byggingarhluta, t.d. steyptur veggur einangraður að innan og múraður eða timburþak ef frágangur rakavarnarlags tryggir ekki loftþéttleika, er þannig að þeir þola illa mikið rakaálag. Lágur loftraki inni hefur því örugglega komið í veg fyrir að rakavandamál yrðu miklu tíðari heldur en þau þó eru. ...upp ívindinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.