Upp í vindinn - 01.05.2018, Side 51

Upp í vindinn - 01.05.2018, Side 51
Það nokkuð víst að byggingariðnaðurinn í heild; hönnuðir og framkvæmdaaðilar, er ekki nægjanlega á verði varðandi rakaálag á byggingar og hugsanlegan mygluvöxt af þeim sökum. Það þarf að leggja áherslu á eftirfarandi atriði hið fyrsta; • Tryggja að óheppilegur byggingarraki lokist ekki inni í byggingarhlutum þegar þeim er lokað; - verja byggingarefni fyrir úrkomu. - rakamæling á byggingarhlutum áður en þeim er lokað og hugsanlega aðgerðir til að þurrka byggingar- hluta. • Meta hita- og rakaástand byggingarhluta á hönnunar- stigi (sbr. kröfu um greinargerðir í Byggingarreglugerð); - hönnunarforsendur varðandi rakaálag skortir, gera þarf úttekt á hita- og rakaaðstæðum í algengum tegundum bygginga. - er nauðsynlegt að stýra loftskiptum til að tryggja hóflegt rakaálagfrá innilofti? • Upplýsa húseigendur, í þegar byggðu húsnæði, um hættur samfara háum loftraka innilofts. Umfjöllun í greininni byggir á verkefni varðandi greinargerðir sem nefndar eru í Byggingarreglugerð; t.d. um raka- og hita sem unnið er fyrir Mannvirkjastofnun. Höfundur þakkar einnig félögum í sam- starfshópnum Betri byggingar fyrir áhugaverðar samræður um raka og myglu. Hlutigreinarinnar hefur áðurbirst á Vísindavefnum;„Hvaða rakastig er æskiiegt að hafa innandyra og hvað erþað vanalega hérá ísiandi?" Björn Marteinsson (1999) "Loftræsing iibúðarhúsum", erindiá ráðstefnu Lagnafé/ags Islands, birt íráðstefnuriti ÍST ENIS013788:2012 Hygrothermal performance ofbuilding components and buiiding elements - Internal surface temperature to avoid oritioai surface humidity andinterstitiai oondensation - Calculation method Óli Hilmar Jónsson (1996) Raki ihúsum, sérrit 46, Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins, Keidnahoiti Rakaalag a byggingarhluta og afleiðingar þess

x

Upp í vindinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.