Upp í vindinn - 01.05.2018, Page 54

Upp í vindinn - 01.05.2018, Page 54
Brennanlegar utanhussklæðningar Atli Rútur Þorsteinsson hefur starfað á bruna- og öryggissviði Eflu verkfræði- stofu frá árinu2012. Hann lauk M.Sc. prófí íburðarþols- og brunaverkfræði frá Edinborgarháskóla sama ár, að undangengnu B.Sc. námi íumhverfís- og byggingarverkfræði við Háskóla Islands. Sérsvið Atla eru brunahönnun bygginga og brunatæknilegargreiningar s.s. FEM greiningar á burðarvirkjum við bruna og CFD greiningará bruna- og reykflæði ibyggingum. Böðvar Tómasson er fagstjóri bruna- og öryggissviðs hjá EFLU verkfræðistofu. Hann erbyggingar- og brunaverkfræðingur M.Sc. frá Tækniháskólanum ÍLundiog vottaður verkefnastjóri IPMA. Hann hefurstarfað við brunahönnun bygginga, öryggishönnun og áhættugreiningar hérlendis og íSvíþjóð frá 1996 og hefur stundað rannsóknir og skrifað fjöida fræðigreina á þeim sviðum. inngangur Hlutverk klæðninga í háhýsabrunum hefur verið áberandi á undanförnum árum. Skemmst er að minnast brunans í Grenfell íbúðaturninum í London 14. júní 2017, þar sem tugir manna létust. Auk þess hafa fjölmargir brunar í háhýsum í Dubai og á fleiri stöðum valdið miklu tjóni vegna brennanlegra utanhússklæðninga. Nú nýverið varð bruni í sjúkrahúsi í Istanbúl í Tyrklandi, þar sem brennanlegar klæðningar virðast hafa valdið eldútbreiðslu milli bygginga. Eldur í klæðningum utanhúss getur haft mikil áhrif. Algengar brunavarnir s.s. vatnsúðakerfi og brunahólfun takmarka útbreiðslu elds innanhúss, en hafa lítil áhrif á eldsútbreiðslu utan á byggingum. Eins og sást í brunanum í Grenfell breiddist eldurinn að utanverðu inn á margar hæðir byggingarinnar á sama tíma og flóttaleiðir innanhúss virðast hafateppst. I háum byggingum hefur slökkviliðið enga möguleika á að slökkva eld utan á byggingunni. Þess vegna eru gerðar meiri kröfur til klæðninga utan á byggingum þar sem slökkviliðið nær ekki til. í þéttri byggð getur bruni í utanhússklæðningum einnig orðið til þess að eldur berst á milli bygginga. Við slíka hættu gæti slökkviliðið þurft að verja aðrar byggingar á sama tíma og það þarf að vinna björgunarstörf i viðkomandi byggingu, sem eykur líkur á skaða á fólki ogeignum. Á Islandi eru kröfur um notkun á brennanlegum klæðningum með þeim stífustu sem þekkjast. Til dæmis er leyfilegt að nota timburklæðningar á lægri fjölbýlishúsum í Skandinavíu, en einungis á einnar hæðar byggingar á íslandi nema að sýnt sé sérstaklega fram á að aðrar lausnir séu ásættanlegar gagnvart öryggi. Mikil ...upp i/'vindinn

x

Upp í vindinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.