Upp í vindinn - 01.05.2018, Blaðsíða 54

Upp í vindinn - 01.05.2018, Blaðsíða 54
Brennanlegar utanhussklæðningar Atli Rútur Þorsteinsson hefur starfað á bruna- og öryggissviði Eflu verkfræði- stofu frá árinu2012. Hann lauk M.Sc. prófí íburðarþols- og brunaverkfræði frá Edinborgarháskóla sama ár, að undangengnu B.Sc. námi íumhverfís- og byggingarverkfræði við Háskóla Islands. Sérsvið Atla eru brunahönnun bygginga og brunatæknilegargreiningar s.s. FEM greiningar á burðarvirkjum við bruna og CFD greiningará bruna- og reykflæði ibyggingum. Böðvar Tómasson er fagstjóri bruna- og öryggissviðs hjá EFLU verkfræðistofu. Hann erbyggingar- og brunaverkfræðingur M.Sc. frá Tækniháskólanum ÍLundiog vottaður verkefnastjóri IPMA. Hann hefurstarfað við brunahönnun bygginga, öryggishönnun og áhættugreiningar hérlendis og íSvíþjóð frá 1996 og hefur stundað rannsóknir og skrifað fjöida fræðigreina á þeim sviðum. inngangur Hlutverk klæðninga í háhýsabrunum hefur verið áberandi á undanförnum árum. Skemmst er að minnast brunans í Grenfell íbúðaturninum í London 14. júní 2017, þar sem tugir manna létust. Auk þess hafa fjölmargir brunar í háhýsum í Dubai og á fleiri stöðum valdið miklu tjóni vegna brennanlegra utanhússklæðninga. Nú nýverið varð bruni í sjúkrahúsi í Istanbúl í Tyrklandi, þar sem brennanlegar klæðningar virðast hafa valdið eldútbreiðslu milli bygginga. Eldur í klæðningum utanhúss getur haft mikil áhrif. Algengar brunavarnir s.s. vatnsúðakerfi og brunahólfun takmarka útbreiðslu elds innanhúss, en hafa lítil áhrif á eldsútbreiðslu utan á byggingum. Eins og sást í brunanum í Grenfell breiddist eldurinn að utanverðu inn á margar hæðir byggingarinnar á sama tíma og flóttaleiðir innanhúss virðast hafateppst. I háum byggingum hefur slökkviliðið enga möguleika á að slökkva eld utan á byggingunni. Þess vegna eru gerðar meiri kröfur til klæðninga utan á byggingum þar sem slökkviliðið nær ekki til. í þéttri byggð getur bruni í utanhússklæðningum einnig orðið til þess að eldur berst á milli bygginga. Við slíka hættu gæti slökkviliðið þurft að verja aðrar byggingar á sama tíma og það þarf að vinna björgunarstörf i viðkomandi byggingu, sem eykur líkur á skaða á fólki ogeignum. Á Islandi eru kröfur um notkun á brennanlegum klæðningum með þeim stífustu sem þekkjast. Til dæmis er leyfilegt að nota timburklæðningar á lægri fjölbýlishúsum í Skandinavíu, en einungis á einnar hæðar byggingar á íslandi nema að sýnt sé sérstaklega fram á að aðrar lausnir séu ásættanlegar gagnvart öryggi. Mikil ...upp i/'vindinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.